fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Dagar flugvallarins eru brátt taldir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. október 2007 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn segir að rétt sé að byggja í Vatnsmýri og Örfirisey áður en farið er með byggðina út á Geldinganes. Hann tekur fram að flestir borgarfulltrúar séu fylgjandi því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Það má líka geta að á skipulagi er gert ráð fyrir að hann víki.

Það er rétt hjá Gísla að það er mikil tímasóun fyrir borgarana, óhagkvæmt og óumhverfisvænt, ef þeir eiga ekki annan kost en að aka langar leiðir í vinnu. Ef leiðin milli vinnunnar og heimilisins lengist stöðugt. Þetta mun ekki ganga til lengdar. Við verðum líka að hyggja að því að byggingarland er ekki ótakmörkuð auðlind. Kópavogur hefur bruðlað mjög með land sem brátt verður uppurið – það er dálítið sorglegt að fara upp að Elliðavatni og sjá blokkirnar rísa við himinn.

Það er ekki aðlaðandi hugmynd að Reykjavík færist upp á Kjalarnes.

Það er sjálfsagt að standa vel að flugsamgöngum í bæinn. Nýleg úttekt sýndi að hagkvæmara er að setja flugvöll upp á Hólmsheiði eða út á Löngusker en að hafa hann á sama stað – í beinhörðum peningum talið.

Keflavík er auðvitað kostur líka – það er eiginlega ráðgáta hversu langan tíma hefur tekið að tvöfalda Reykjanesbrautina (leigubílsstjóri sem keyrði mig um hana um daginn hafði þá kenningu að Sturla hefði ekki kært sig um að þetta gerðist hraðar).

En dagar flugvallarins í Vatnsmýri eru brátt taldir. Umferð um hann mun minnka aftur þegar framkvæmdunum miklu fyrir austan líkur. Það er engin ástæða til að halda honum úti sem lendingarstað fyrir milljarðamæringa á einkaþotum og þyrlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“