fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

Heitar með húðflúr á hálsinum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. ágúst 2020 22:00

Ein frægasta söngkona heims skartar þessu hálstattúi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var það svo á Vesturlöndum að það voru bara gengjameðlimir og fangar sem skörtuðu húðflúri á andliti og hálsi en það er löngu liðin tíð. Eftir því sem slíkt skraut hefur færst frá því að vera dæmi um frávik yfir í að vera samfélagslega samþykkt tjáningarform stökkva fleiri á vagninn. Fjölmargar þekktar stjörnur hafa kosið að tjá sig á þennan máta og látið flúra á sér hálsinn.

Söngkonan Pink var eflaust með þeim fyrstu til að láta flúra þennan líkamshluta en hún fékk sér strikamerki aftan á hálsinn að önnur plata hennar, Missundaztood, kom út árið 2001.

Leikkonan Hailey Bieber skartar fljölda lítilla flúra, þar á meðal á hálsinum. Þar skartar þessi strangtrúaða stúlka meðal annars krossi og í fyrra lét hún einnig merkja sig með setningunni „Lover.“

Breska söngdrottningin Adele skartar bókstafnum „A“ á hálsinum fyrir aftan hægra eyrað en það stendur ekki fyrir fyrsta bókstafinn í hennar nafni heldur sonarins, Angelo James.

Söngkonan Miley Cyrus er öll morandi í tattúum og lét merkja hálsinn á sér með fæðingarárinu „92“ en hún var fædd á því herrans ári 1992 sem er ár apans samkvæmt kínverska tímatalinu.

Fjöldi frægra frauka sem hafa látið flúra á sér hálsinn er mikill og meðfylgjandi eru myndir af nokkrum þeirra.

Dakota Johnson: Fifty Shades of Grey leikkonan er með spænska orðið „Amor“ aftan á hálsinum sem merkir ást.
Cara Delevingne: Fyrirsætan er næstum því með augu í hnakkanum en þau fékk hún sér árið 2016.
Rihanna: Söngkonan lét flúra „Rebelle fleur“ á hálsinn en það ku þýða uppreisnarblóm.
Selena Gomez: Söngkonan er fágæt eins og við öll og er með orðið „Rare“ á hálsinum.
Jamie King: Leikkonan býður upp á tvennu, fimmhyrnda stjörnu aftan á hálsinum og eftirnafnið sitt „King“ aðeins neðar.
Rita Ora: Söngkonan er með orðið „Zog“ á hálsinum því mamma hennar kallaði hana Zogi mamit þegar hún var lítil en það merkir lítill fugl á móðurmáli hennar, albönsku.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.