fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Dóttir Paul Walker heitins birtir mynd af sér með börnum Vin Diesel – fallegur vinskapur

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. júlí 2020 21:00

Paul Walker og Vin Diesel að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meadow Walker, dóttir Fast & Furious leikarans Paul Walkers sem lést árið 2013, birti fallega mynd af sér og börnum leikarans Vin Diesel á Instagram síðu sinni.

Krúttast með pabba: Meadow á sínum yngri árum.

Paul og Vin urðu góðir vinir á meðan þeir líku saman í bílahasarmyndunum frægu. Sú fyrsta, sem hét einfaldlega The Fast and the Furious, var frumsýnd árið 2001 og léku þeir félagarnir saman í einum sjö myndum í seríunni. Sú síðasta sem Paul lék í, Furious 7, kom út tveimur árum eftir lát hans.

Vin er guðfaðir Meadow. Hann hefur haldið miklu sambandi við hana í gegnum tíðina og kemur fram við hana eins og fjölskyldumeðlim. Fjölskyldutengingin endurspeglaðist vel í afmæliskveðju frá Vin til Meadow þar sem leikarinn sagði meðal annars; „Til hamingju með afmælið Meadow! Ég veit að þetta er 21 árs afmælið þitt og þú ert að fagna því í Japan en fjölskyldan bíður með köku þegar þú kemur heim svo þú verður að flýta þér. Ég elska þig stelpa, Vin frændi.“

Hamingjustaður: Endurminning sem Meadow birti nýverið á Instagram.

Meadow hef reynt fyrir sér sem fyrirsæta auk þess sem hún hefur unnið við ýmiss konar góðgerðastarf; þar á meðal á vegum Paul Walker stofnunarinnar sem var sett á laggirnar eftir fráfall hans. Meadow er með 2,3 milljónir fylgjenda en er spör á færslurnar. Í apríl birti hún áður óséð myndband af pabba sínum og í maí birti hún endurminningu af þeim feðginum og skrifaði við myndina „hamingjustaður.“

Fyrirsæta: Meadow hefur landað nokkrum verkefnum.
Auk þess að sitja fyrir er Meadow viðriðin góðgerðamálefni.

 

Nýjasta færslan ber yfirskriftina „Fjölskylda að eilífu“ og sýnir að fólk þarf ekki að tengjast blóðböndum til að vera fjölskylda.

Fjölskylda að eilífu: Meadow með þeim þeim Hania, Pauline og Vincent.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.