fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 15:30

Khardashian er enginn milljarðamæringur, segir Forbes. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanye West óskaði á dögunum eiginkonu sinni Kim Khardashian til hamingju með nýjan titil. Hver var titillinn? Milljarðamæringur. Fjöldi milljarðamæringa í Bandaríkjunum eru aðeins 630 og rétt rúmlega 2.000 í heiminum. Eftirsóknarvert þykir að vera á listanum, af augljósum ástæðum.

Einn hængur er þó á, því fjármálatímaritið Forbes segir Kim alls ekkert vera á listanum.

Forbes sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hamingjuóska Kanye þar sem þeir sögðust meta auðæfi raunveruleikasjónvarpsstjörnunnar á „aðeins“ um 900 milljóna bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna. Khardasian seldi nýverið hlut í snyrtivörurfyrirtæki sínu fyrir 200 milljónir dala. Er fyrirtækið í heild eftir þau viðskipti metið á um milljarð dali, og er eignarhlutur Kim um 72% af því. Til viðbótar á Kim Khardasian eignarhluti í ýmsum smærri fyrirtækjum auk þess sem fjárhagsstaða hennar persónulega er gríðarlega sterk.

Tilkynning Forbes þykir hafa skvett olíu á ófriðarbálið sem þegar logaði á milli Forbes og áhrifavaldsins áhrifaríka. Það bál kviknaði þegar Forbes sakaði yngri systir Kim Khardasian, Kylie Jenner, um að falsa skattframtöl sem hún skilaði inn til Forbes í von um að landa sér á listann eftirsóknarverða. Var það mat Forbes þá að hún væri að mestu metin á um 900 milljónir dala, eins og stóra systir sín.

Eftir sem áður er það mat Forbes að systurnar eiga hvor um sig um 125 milljarða íslenskra króna. Til að setja það í samhengi gætu þær rekið Landhelgisgæsluna í 40 ár, fjármagnað nám 714 þúsund einstaklinga í Reykjavik Makeup School eða borgað allan tekjuskatt Íslendinga í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.