Kanye West óskaði á dögunum eiginkonu sinni Kim Khardashian til hamingju með nýjan titil. Hver var titillinn? Milljarðamæringur. Fjöldi milljarðamæringa í Bandaríkjunum eru aðeins 630 og rétt rúmlega 2.000 í heiminum. Eftirsóknarvert þykir að vera á listanum, af augljósum ástæðum.
Einn hængur er þó á, því fjármálatímaritið Forbes segir Kim alls ekkert vera á listanum.
Forbes sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hamingjuóska Kanye þar sem þeir sögðust meta auðæfi raunveruleikasjónvarpsstjörnunnar á „aðeins“ um 900 milljóna bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna. Khardasian seldi nýverið hlut í snyrtivörurfyrirtæki sínu fyrir 200 milljónir dala. Er fyrirtækið í heild eftir þau viðskipti metið á um milljarð dali, og er eignarhlutur Kim um 72% af því. Til viðbótar á Kim Khardasian eignarhluti í ýmsum smærri fyrirtækjum auk þess sem fjárhagsstaða hennar persónulega er gríðarlega sterk.
Tilkynning Forbes þykir hafa skvett olíu á ófriðarbálið sem þegar logaði á milli Forbes og áhrifavaldsins áhrifaríka. Það bál kviknaði þegar Forbes sakaði yngri systir Kim Khardasian, Kylie Jenner, um að falsa skattframtöl sem hún skilaði inn til Forbes í von um að landa sér á listann eftirsóknarverða. Var það mat Forbes þá að hún væri að mestu metin á um 900 milljónir dala, eins og stóra systir sín.
Eftir sem áður er það mat Forbes að systurnar eiga hvor um sig um 125 milljarða íslenskra króna. Til að setja það í samhengi gætu þær rekið Landhelgisgæsluna í 40 ár, fjármagnað nám 714 þúsund einstaklinga í Reykjavik Makeup School eða borgað allan tekjuskatt Íslendinga í tvö ár.