fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Love Is Blind stjörnur hætta saman eftir framhjáhaldsásakanir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 11:51

F.v.: Mark Cueavas, Jessica Batten og Lauren LC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Love Is Blind stjörnurnar Mark Cuevas og Lauren „LC“ Chamblin eru hætt saman. E! News greinir frá.

Raunveruleikaþættirnir Love Is Blind slógu í gegn á Netflix í byrjun árs. Þeir voru eitt vinsælasta sjónvarpsefni meðal Íslendinga á streymisveitunni í nokkrar vikur. Í þáttunum fengum við að fylgjast með einstaklingum í leit að ástinni. Þeir fóru á stefnumót, en án þess að sjá hvorn annan. Keppendurnir töluðu í gegnum „vegg“ og fengu aðeins að hittast ef þeir trúlofuðust. Þættirnir voru félagsleg tilraun til að svara spurningunni: „Er ást blind?“

Mark Cueavas og Lauren voru bæði þátttakendur í Love Is Blind og fóru á þó nokkur stefnumót. En eins og áhorfendur muna þá valdi Mark ekki Lauren, heldur Jessicu sem endaði með að hætta með honum við altarið á brúðkaupsdaginn.

Í maí síðastliðnum byrjaði rómantíkin að blossa aftur milli Mark og Lauren. En Lauren hefur nú hætt með Mark eftir að upp komst um meint framhjáhald hans. Lauren heldur því fram að þau voru saman en Mark segir að þau voru ekki saman.

Komst upp á Reddit

Aðdáandi þáttanna skrifaði á Reddit: „Vinnufélagi vinkonu minnar er að hitta Mark!!“ Aðdáandinn deildi einnig mynd af Mark með annarri konu og virtust þau vera á stefnumóti.

Í kjölfarið staðfesti Lauren að hún og Mark höfðu verið saman og sagði:

„Þetta er vandræðalegt þar sem ég á heima í Atlanta og hef verið að hitta Mark síðan í byrjun maí. Þetta er LC úr Love Is Blind. En ég var að hætta með honum. Ég kann að meta að þú deildir þessu og sparaðir mér orkuna að vera í sambandi með öðrum lygara.“

Í samtali við E! News segir Lauren að hún og Mark voru að hittast. „En við töluðum um að hitta ekkert annað fólk, sérstaklega vegna COVID-19. En þetta er búið núna,“ segir hún.

Mark sagði við E! News að þau hefðu ekki verið búin að ákveða að vera trú hvort öðru. „Ég naut þess að verja tíma með LC í nokkrar vikur en við vorum aldrei saman eins […] Ég óska henni alls hins besta.“

Mark og Jessica á brúðkaupsdaginn.

Mark trúlofaðist Jessicu Batten í þáttunum. Hann var yfir sig ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin og sagði hún meðal annars tíu ára aldursmuninn á milli þeirra vera ástæðu fyrir því.

Jessica hefur tjáð sig um málið. E! Online deildi Instagram-færslu um sambandsslitin og skrifaði netverji við færsluna: „Mark var að sofa hjá MÖRGUM konum í stúdíóinu þar sem hann æfði Á MEÐAN tökur fyrir þættina stóðu yfir.“

Jessica svaraði og sagði: „Vá, þetta eru fréttir. Ég vissi bara um eina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.