fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Bleikt

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. maí 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur drengur var greindur með heilaæxli eftir margra mánaða baráttu móður hans fyrir réttri greiningu. Læknar höfðu vísað móður hans á dyr og sagt henni að sonur hennar væri hreinlega bara erfiður og með smá augnrennsli. Liverpool Echo greinir frá.

Sögðu að hann væri bara grenjuskjóða

Vinnie litli fæddist í október 2018 og í fyrstu virtist hann fullkomlega heilbrigður. „Það var svo í lok desember að ég tók eftir því að hann var með stöðugt augnrennsli og var aldrei rólegur. Ég fór með hann til lækna og þeir sögðu að þetta væri bara augnsýking, en ég vissi að það væri ekki rétt greining því hann var ekki með neina útferð í augunum heldur bara stöðugt rennsli. Hann grét stöðugt og ekkert gat róað hann svo ég fór aftur með hann til læknanna og þeir sögðu mér þá að hann væri bara grenjuskjóða,“ sagði móðir Vinnie, Becky Holland í samtali við Liverpool Echo.

Brotnaði saman fyrir framan lækninn

Þá snéri Becky sér til augnlækna sem sögðu drenginn vera viðkvæman fyrir birtu. Í 12 vikna skoðun sýndi Vinnie merki um að hann væri ekki að ná eðlilegum hreyfiþroska og Becky segir að á þeim tíma hafi hún gengið sérfræðilækna á milli þar sem sonur hennar hreinlega hætti ekki að gráta. „Sem móðir var ég alveg að missa vitið. Ég brotnaði saman fyrir framan lækninn og ég vissi ekki hvað ég gæti meira gert.“

Í maí 2019 höfðu einkenni Vinnie versnað og sýndi hann merki um lömum í andlitsvöðvum auk þess sem augu hans voru verulega bólgin.  Þá loks var Becky og eiginmanni hennar tilkynnt að Vinnie yrði settur í sneiðmyndatöku en það myndi þó ekki gerast fyrr en að sex vikum liðnum.

Ég fer ekki héðan

„Þá sagði ég bara: „Ég fer ekki héðan út fyrr en þið gerið eitthvað núna í dag, þið munum þurfa að fá lögregluna til að koma mér út. Síðan brotnaði ég saman. Læknirinn horfi í augun á mér og ég veit ekki hvað gerði útslagið hjá henni, hún sagði bara að hún kæmi aftur að vörmu spori og yfirgaf herbergið.“

Þegar læknirinn sneri aftur var Becky tilkynnt að Vinnie yrði sendur samdægurs í segulómskoðun. Nokkrum klukkutímum síðar var Becky kölluð inn á skrifstofu læknisins. „Hún sagði að hann væri með heilaæxli og ég hneig niður“

Becky segir að síðan þá hafi hjónin varið nánast hverri stundu á sjúkrahúsinu. Vinnie hefur undanfarið ár gengist undir krabbameinsmeðferð til að ná tökum á æxlinu og koma í veg fyrir að það stækki. Becky segir að það versta við þetta allt saman sé hversu oft hún þurfti að leitast eftir aðstoð og hversu víða, án þess að mark væri tekið á áhyggjum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 1 viku

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.