fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Tennisstjarna missti 53 kíló á 18 mánuðum – Svona fór hún að því

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. janúar 2020 11:00

Jelena hefur misst 53 kíló á einu og hálfu ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum tennisstjarnan Jelena Dokic segir frá því hvernig henni tókst að missa 53 kíló á aðeins átján mánuðum.

Jelena hætti í tennis árið 2014. Hún er nú aftur komin í sömu þyngd og hún var þegar hún var að keppa í tennis, 67 kíló.

Hún segist ekki lengur þurfa að eyða dögum sínum í „felum“ heima hjá sér því hún „vildi ekki fara út úr húsi.“

Jelena deilir fyrir og eftir mynd á Instagram síðu sinni.

„Þetta hefur verið aldeilis ferðalag fyrir mig síðustu átján mánuði,“ skrifar hún í færslunni.

„Ég hef verið mjög opin um þyngdarerfiðleika mína og hef ákveðið að fara yfir þetta ferli opinberlega. Það var ekki alltaf auðvelt en ekkert sem er einhvers virði er auðvelt. Fyrsta skrefið var erfiðast.“

Jelena segist hafa átt sína slæmu daga þar sem hún trúði ekki að hún gæti orðið heilbrigðari og komið sér í betra form.

„Ég er svo ánægð að segja að núna, átján mánuðum seinna, er ég 53 kílóum léttari og það sem er enn merkilegra þá hef ég misst 31 kíló síðustu 12 mánuði.“ Hún missti 22 kíló fyrsta hálfa árið. Hún segir að það hafi verið erfitt að ná síðustu 30 kílóunum af sér.

„Þessi síðustu 30 kíló voru erfið,“ segir hún.

Jelena þakkar þyngdartapsprógramminu Jenny Craig fyrir hjálpina.

„Það er auðvelt að fylgja prógramminu þeirra. Maturinn er ljúffengur og maður fær ótrúlegan stuðning og ráð. Ég hef farið frá því að hafa ekkert sjálfstraust og fela mig heima, ekki viljað fara út úr húsi, í það að virkilega njóta lífsins.“

Íþróttastjarnan er spennt fyrir komandi tímum og vill halda áfram að fylgja heilbrigðum lífsstíl. Hún vonast til að hennar saga verði öðrum innblástur, sama hver markmið þeirra eru.

„Þú getur það, láttu vaða.“

https://www.instagram.com/p/B6zw6N8p271/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.