fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Þau eru þrjú í sambandi: „Ég elska að sjá aðra karlmenn fullnægja eiginkonu minni“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. september 2019 20:30

F.v.: Nicole, Tom, Cathy og Stacey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður sem á bæði eiginkonu og kærustu, segist elska að sjá aðra karlmenn fullnægja eiginkonu sinni.

Tom og Cathy Keen hafa verið gift í sex ár og eiga saman sjö ára son. Þau búa í London með kærustu sinni, Nicole Everett. Nicole hefur verið í sambandi með hjónunum síðastliðið ár.

Í nýjum þætti fyrir UKTV, Stacey sleeps over, fer Stacey í heimsókn til þríeykisins og spjallar við þau um þetta óvenjulega sambandsform.

Stacey ræðir við þríeykið um þeirra óvenjulega sambandsform.

Falleg sjón

Yfir árin hafa hjónin verið að hitta annað fólk, „skemmt sér“ og átt sína eigin kærustu eða kærasta, en eins og er deila þau Nicole.

Þetta sambandsform er alls ekki fyrir alla en Tom segist ekki vera afbrýðisamur maður.

„Ég held að það sé algeng spurning, hvort ég verði afbrýðisamur. Ég segi alltaf að Cathy er ekki mín, ég á hana ekki, hún má gera það sem hún vill. Og sem betur fer verð ég ekki oft abrýðisamur,“ segir Tom.

Stacey spyr hann þá hvernig honum finnst að sjá „manneskjuna sem hann gjörsamlega dýrkar fá það með einhverjum öðrum.“ Tom svarar:

„Það er ótrúleg, ótrúleg sjón. Ég meina, ég er svo ofboðslega hrifinn af Cathy að þú trúir því ekki. Ég er virkilega hrifin af henni, ég kalla hana mína „80‘s pin up“. Ég elska þetta útlit. Og augljóslega, þegar við erum saman þá get ég ekki séð það, þannig þegar ég get staðið aðeins frá og séð það, þá er það falleg sjón .Ég elska það.“

Var alltaf uppreisnagjörn

Cathy segist alltaf hafa verið frekar villt.  „Ég var uppreisnagjörn, ég fór snemma að heiman og hef alltaf verið mjög sjálfsstæð. Síðan var ég strippari í mörg ár. Ég byrjaði að dansa því ég var fátæk og þurfti á peningunum að halda,“ segir hún.

Cathy og Tom segja að ákvörðunin um að byrja að hitta annað fólk en vera áfram í hjónabandi hafa verið sameiginlega. Þau segja þetta hafi allt byrjað í kynlífspartíi og síðan þá hafa þau verið í opnu sambandi.

Þau hafa ekki talið hversu oft þau hafa sofið hjá öðru fólki eða verið í sambandi með öðru fólki. Tom segist aðallega vera hrifin af konum en hann hefur „leikið sér með strákum.“

„Mér finnst spennandi þegar Tom hittir einhverja nýja. Ég veit ekki af hverju. Ég hef alltaf verið svona. Ég man þegar ég var mjög ung og var skotin í strák og önnur stelpa var skotin í honum og það kveikti í mér,“ segir Cathy.

Stacey gistir hjá þríeykinu í þættinum.

Ekki allt dans á rósum

Þrátt fyrir að hafa átt kærasta og kærustur og sofið hjá öðru fólki þá segjast hjónin vera skuldbindin hvort öðru. En þetta er þó ekki allt dans á rósum og segir Tom það hafa verið skrýtið að hjálpa Cathy að komast yfir sambandsslit.

„Einu sinni átti ég kærustu og Cathy átti kærasta, og þau hættu saman. Það er ekkert skrýtnara en að hjálpa eiginkonu þinni að komast yfir sambandsslit,“ segir Tom.

„Ég þurfti að vera sterkur fyrir hana, það var erfitt fyrir mig að sjá hana í uppnámi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump fyrirskipar hernum að hefja aftur tilraunir með kjarnavopn

Trump fyrirskipar hernum að hefja aftur tilraunir með kjarnavopn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.