Mánudagur 27.janúar 2020
Bleikt

„Cockfishing“ er furðulegt nýtt trend – Hér er allt sem þú þarft að vita

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. september 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi verður heimurinn aðeins furðulegri. Í þetta sinn er ástæðan nýtt trend sem kallast „cockfishing.“ Það virkar svipað og „catfishing“ sem snýst um að villa á sér heimildir.

Segjum að Palli finnur mynd af ljóshærðri konu á netinu, hann notar myndina til að búa til Facebook-síðu og notar nafnið Rósa. Hann notar svo síðuna til að tala við karlmenn og þykist vera Rósa. Palli er „catfishing“.

Það eru til þættir á MTV sem heita Catfish: The TV Show sem snúast um að þáttastjórnendur hjálpa fólki að finna út hvort það hefur verið blekkt á þennan hátt á netinu.

En nú er komið nýtt trend sem fólk notar á samfélagsmiðlum og stefnumótaforritum, svokallað „cockfishing“. Metro greinir frá.

Á meðan manneskja sem stundar „catfishing“ villir sér á heimildir með því að nota mynd af annarri manneskju eða tileinkar sér allt annað auðkenni, þá snýst „cockfishing“ aðeins um eitt. Að ljúga um typpastærð.

Þetta hugtak vísar til þeirra karlmanna sem breyta typpamyndunum sínum og láta typpið sitt virðast stærra en það er. Stundum er það gert með hjálp Photoshop, stundum er notuð sérstök linsa.

iPhone 11 er nýkominn á markað og með því að nota breiðlinsuna þá geta notendur látið ýmsa hluti virka stærri en þeir raunverulega eru.

Það virðist sem „cockfishing“ sé komið til að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands

Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar

Móðir upplifði martröð: Bleyjurnar sem hún keypti á Amazon voru notaðar
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Stjörnuspá vikunnar: Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þú kvíðir fyrir þeim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.