Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Sturlað stefnumót og barn sem þarf mikla ást og hlýju

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 7. júlí 2019 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 8. til 14. júlí

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Það virðist vera eitthvað flækjustig í ástarlífinu hjá hrútnum. Það er eitthvað sem þú ert að ofhugsa mikið í samskiptum þínum við þína nánustu, jafnvel maka, sem veldur þér dulitlum ama. Þú skalt hætta að greina allt niður í öreindir og frekar einblína á að veita þeim sem standa þér næstir nóg af ást og stuðningi. Ekki er allt sem sýnist og ef ekki er talað almennilega saman getur misskilningur orðið til ýmiss konar vandræða.

Svo virðist sem þú sért að leita að einhverri tilbreytingu í lífið, hvort sem það er ný mubla, skipta um bíl eða jafnvel reyna fyrir þér á nýjum starfsvettvangi. Láttu slag standa og breyttu því sem þér finnst þú þurfa að breyta. Það á eftir að koma vel út.

Happadagur: Fimmtudagur
Lukkutölur: 20, 32, 41

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þetta er heilt yfir litið frábær vika fyrir nautið. Þér gengur allt í haginn og það er svo mikið spennandi að gerast í lífinu þínu að þér finnst erfitt að staldra við og slaka á.

Þú nælir þér í einhverja skemmtilega aukavinnu til skammtíma sem gefur vel í aðra hendina. Einmitt það sem þú þurftir! Þessi aukavinna gæti orðið regluleg ef þú stendur þig, sem þú gerir náttúrulega alltaf þegar kemur að vinnu.

Svo er mikill og stór viðburður í kortunum innan skamms sem þú spilar stórt hlutverk í. Þér finnst þú ekki vera að gera nóg til að skipuleggja þennan viðburð en vittu til, þú ert búinn að gera ansi mikið og nú er bara komið að þér að skemmta þér. Rosalega verður þetta skemmtilegt!

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 27, 38, 92

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Mikil hamingja umlykur þig og þína og það er ofboðslega gaman að vera þú um þessar mundir. Það hefur hvílt yfir þér dökkt ský undanfarið og þér hefur hreint út sagt leiðst, sérstaklega í þínum nánustu samböndum.

Nú er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þú einbeitir þér að þinni líkamlegu vellíðan og þá kemur á daginn að það var allt sem þurfti til að láta þér líða betur innan um aðra sem þykja vænt um þig. Hugsanlega tileinkarðu þér einnig hugleiðslu sem gerir mikið fyrir þig, líkt og aðra sem prófa að hugleiða.

Það er barn nákomið þér sem þarf þína hjálp og þú gefur þessu barni mikla hlýju og umhyggju. Þér finnst þú ekki gera nóg en þú ert að gera þitt besta og þessi ást á eftir að gefa þessu barni þúsundfalt meira en þú heldur.

Happadagur: Þriðjudagur
Lukkutölur: 2, 11, 50

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Fyrstu þrír dagarnir í þessari viku verða þér erfiðir, kæri krabbi. Það er eins og þú viljir binda hnúta á alla lausu endana í þínu lífi og þú ætlar að gera það 1, 2 og 10.

Seinnipartur vikunnar verður stútfullur af gleði, stuði og kærkominni afslöppun. Þú sefur betur en þú hefur gert í langan tíma og nærð að slökkva á huganum um tíma. Það gerir ofboðslega mikið fyrir þig og þú ættir að muna hve góð tilfinning það er að líta inn á við og bara einfaldlega slappa af.

Svo ertu að spá í að fara í eitthvað spennandi nám. Þú ert ekki alveg viss út af því að það þýðir tekjutap fyrir þig, en þetta nám er eiginlega of spennandi til að sleppa því. Ekki afskrifa það út af lítilli pyngju heldur reyndu að finna leiðir til að láta þetta ganga upp.

Happadagur: Sunnudagur
Lukkutölur: 33, 67, 83

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Þú ert nýbúinn að fá einhverjar fréttir sem koma þér í uppnám, en þær tengjast manneskjunni sem stendur þér næst. Þú hefur leitt svona leiðinda fréttir hjá þér í fortíðinni en nú verður þú að taka á honum stóra þínum og spyrja þig samviskuspurningar – viltu í alvörunni deila ævinni með manneskju sem er fær um svona hegðun?

Þig dreymir stóra drauma og inni í þér logar neisti. Hins vegar lætur þú afar sjaldan þessa stóru drauma rætast og það veldur þér ama. Nú er tími til að þú farir yfir alla þessa drauma og sorterir út það sem þú getur hrint í framkvæmd strax og hvað þú getur látið bíða.

Happadagur: Miðvikudagur
Lukkutölur: 8, 17, 39

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Þú tekur heilsuna föstum tökum og byrjar að stunda einhverja hreyfingu sem þér finnst ofboðslega skemmtileg og gefur þér mikið andlega. Þú skalt halda þessu áfram og ekki láta erfiðleika eyðileggja fyrir þér.

Í einkalífinu er allt í blóma. Þú ert í góðum samskiptum við þá sem standa þér næst og þú átt virkilega fallegan tíma framundan með fjölskyldunni. Taktu fullt af myndum og fangaðu þær frábæru minningar sem þið eruð að fara að skapa.

Í vinnunni ertu þreytt. Það er fólk sem vinnur með þér sem er ekki allt sem það sýnist. Þú skalt halda keik áfram en aldrei gleyma því að þú getur aðeins treyst á þig sjálfa.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 9, 10, 74

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Þessi vika er stútfull af hamingju og gleði. Það er langt síðan vogin hefur átt svona dásamlega viku, allt frá byrjun til enda.

Þú ert með hugann við nýtt atvinnutækifæri sem á eftir að opna fyrir þér margar dyr. Þetta er virkilega flott tækifæri fyrir þig til að láta ljós þitt skína og skara fram úr – eitthvað sem þú ert fædd til að gera.

Í einkalífinu er allt að gerast. Það er mikill hiti í svefnherberginu, bæði frá lofuðum og ólofuðum vogum. Fyrir lofaðar vogir kemur ný og spennandi manneskja inn í líf þitt sem gæti verið í lífi þínu mjög lengi, jafnvel til eilífðar.

Happadagur: Mánudagur
Lukkutölur: 5, 63, 98

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Þessi vika er vika andstæða hjá sporðdrekanum. Á annan bóginn ertu mjög ánægður með lífið og það sem er framundan hjá þér. Á hinn boginn ertu ofboðslega svartsýnn og vonlaus hvað varðar nýja framtíðarbraut sem þú hefur valið þér. Ekki örvænta. Þú hefur styrkinn og gáfur til að breyta rétt og það er engin ástæða fyrir þig að leggjast í rúmið og grenja yfir örlögum þínum. Taktu þig taki og skapaðu þína eigin framtíð.

Þú færð óvænt símtal frá fjölskyldumeðlim sem þú hefur ekki talað við lengi. Hann er í vanda staddur og þarf í raun bara aðeins að létta af sér áhyggjum. Þú skalt hlusta og athuga hve mikið þú getur í raun gert. Þetta er ekki mál sem þú skalt blanda þér of mikið í.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 17, 28, 49

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Sorrí, bogmaðurinn minn, en þessi vika er hálf glötuð. Það verður bara að segjast. Þú virðist lenda í rifrildum og deilum á öllum vígstöðum og það er orkusuga mikil.

Lofaðir bogmenn geta ekki verið sammála maka sínum um mjög mikilvægt atriði og það skapar mikla sundrung í sambandinu. Þetta er mikilvægt mál sem þið verðið að ræða vel og nú skipta samskiptin öllu máli. Ekki rjúka burt í fússi og afskrifa makann. Talið saman og reynið að leysa þennan vanda – annars gæti þetta endað illa.

Í vinnunni er sama uppi á teningnum. Þú spáir of mikið í öðrum og ekki nógu mikið í hvernig þú getur bætt þig. Ef þú heldur því áfram endarðu upp við vegg og öll sund lokuð.

Happadagur: Þriðjudagur
Lukkutölur: 26, 74, 80

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það er einhver vinnufélagi eða vinur sem ákveður að fara í harðsvífna samkeppni við þig, upp úr þurru er virðist vera. Þú ert mikil keppnismanneskja, enda hefur þú oftar en ekki rétt fyrir þér. Þetta er hins vegar keppni sem er allt í lagi að tapa því hún gæti orðið frekar ljót og rætin. Þú tekur ekki þátt í svoleiðis.

Þú finnur fyrir nýrri ást og umhyggju í garð maka þíns – ást sem þú hafðir hugsanlega gleymt. Þetta verður til þess að vikan er fyrst og fremst spennandi. Þú ert léttari í fæti og í afskaplega góðu skapi. Þú ákveður eitthvað óvænt fyrir makann og leggur mikla vinnu í að gera einn dag vikunnar extra sérstakan fyrir hann.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 7, 13, 25

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þessi vika gengur sinn vangang. Það er lítið um tíðindi og þú stundar þína vinnu og rækir skyldur þínar eins og þú ert vanur að gera.

Í lok vikunnar er síðan skemmtilegur gleðskapur sem þú ert óvænt boðinn í. Þar verður svo mikið stuð að það hálfa væri nóg – sérstaklega út af því að þetta var svo óvænt.

Í þessum gleðskap hittir þú hóp af fólki sem lofar þér geggjuðu tækifæri í nánustu framtíð. Þú ert efasemdarmaður að eðlisfari en leyfðu þessu fólki að njóta vafans – það gæti þítt áframhaldandi stuð um ókomna tíð.

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 88, 93, 99

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þú skalt hlusta extra vel á líkamann í þessari viku. Hann er að reyna að segja þér eitthvað. Það er ekkert alvarlegt en það er eitthvað sem hefur plagað þig að undanförnu sem þú verður að láta kíkja á.

Varðandi fjármálin þá virðist vera einhver flækja sem þú verður að losa þig út úr. Þú getur ekki gert það einn, fiskurinn minn, því þú átt marga góða að sem eru tilbúnir að hjálpa. Ekki bera harm þinn í hljóði því það er svo margfalt betra að opna sig og létta áhyggjum af sér.

Einhleypir fiskar eiga svo ótrúlegt stefnumót í vændum. Eiginlega makalaust. Þetta stefnumót verður svo sturlað að þú trúir því varla – og á sem besta hátt. Eitthvað til að hlakka til!

Happadagur: Fimmtudagur
Lukkutölur: 17, 26, 46

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nágranni æfur vegna klámmyndbands á Pornhub: „Við þurfum að stoppa þau“

Nágranni æfur vegna klámmyndbands á Pornhub: „Við þurfum að stoppa þau“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Lesið í tarot Jóns Viðars: Gerir upp fortíðina

Lesið í tarot Jóns Viðars: Gerir upp fortíðina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke

Justin Bieber slær í gegn í Carpool Karaoke
Bleikt
Fyrir 1 viku

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín

Morð í Hollywood: Kynlífsráðgjafi myrtur – Drew Carey miður sín
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila

Hvernig persónuleiki ert þú? Prófið sem allir eru að deila
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Sonur Cindy Crawford réttlætir andlitstattúið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.