fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Ástin breytir hugsun og hegðun: Getur þú ekki hætt að hugsa um nýja makann? – Áttu erfitt með að einbeita þér?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest höfum við einhvern tímann verið ástfangin og upplifað fiðringinn og spennuna sem fylgir nýju sambandi. Svifið um á bleiku skýi svo hamingjusöm að ekkert annað í lífinu virðist skipta máli en hinn aðilinn í sambandinu og ykkar tími saman. Sumum líður jafnvel eins og fíklum, verða háðir ástinni og um leið og einu sambandi lýkur demba þeir sér strax út í annað. Slík hegðun kann að koma sumum spánskt fyrir sjónir, en líffræðilega séð eru þetta eðlileg viðbrögð. Það er nefnilega hægt að verða ástarfíkill. Að vera ástfangin getur breytt því hvernig við hugsum og högum okkur. Hér eru nokkur dæmi um hvað gerist þegar ástin tekur öll völd.

Þér finnst þú vera undir áhrifum

Það er vísindaleg skýring á því af hverju við erum svona yfirþyrmandi hamingjusöm í upphafi nýs sambands og hún hefur ekkert með rómantísk stefnumót að gera. Vísindamenn við Albert Einstein-stofnunina í New York hafa rannsakað þetta fyrirbæri. Sneiðmyndir af heilum ástfanginna háskólanema, sem og ástlausra vina þeirra, sýndu fram á að ástin virkjar sömu stöðvar í heilanum og skammtur af kókaíni og kallar fram svipuð viðbrögð – dásamlega sæluvímu. Það er því ekki jafn galið og maður myndi ætla að finnast maður vera háður nýja makanum sínum.

Getur gert þig vitlausari

Ástin getur gert það að verkum að þú hættir að hugsa skýrt og átt í erfiðleikum með að einbeita þér. Niðurstöður rannsóknar sem birtist í tímaritinu Motivation and Emotion árið 2013, sýnir fram á þetta. Ástfangið fólk á erfiðara með að leysa verkefni sem krefjast einbeitingar og athygli en aðrir. Því ástfangnara sem fólk er því erfiðara á það með einbeita sér að verkefnum. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsóknin vita þó ekki með vissu hvað veldur þessu.

Þú getur orðið illgjarnari

Við þekkjum eflaust mörg einhver dæmi þess vinátta hefur sprungið í loft upp út af stelpu eða strák. Það getur nefnilega aldrei boðað gott þegar tveir vinir laðast að sömu manneskjunni. Hvað veldur þessu hefur að sjálfsögðu verið rannsakað og svarið liggur í taugakerfinu og hormónum sem stýra árásarhneigð og samkennd. Vísindamenn við University of Buffalo báðu þátttakendur í rannsókn sinni að lýsa atviki sem þeir höfðu upplifað þar sem einhverjum námkomnum þeim var ógnað með einhverjum hætti og hvernig þeir brugðust við. Þeir komust að því að væntumþykjan gat framkallað árásargirni við þessar ástæður, jafnvel hjá vingjarnlegasta fólki. Það að vilja vernda ástvin fyrir árás, erfiðum aðstæðum eða sorg breytir hormónastarfseminni, til að gera þig reiðubúnari í slaginn.

Getur valdið þráhyggju

Ef þú hefur einhvern tímann verið ástfangin/n þá þekkirðu væntanlega hvernig sú gífurlega og öfgafulla aðdáun á hinum aðilanum í sambandinu getur gert þig örmagna. Vísindamenn við Pisa-háskólann á Ítalíu rannsökuðu slíka aðdáun og komust að því að líffræðileg áhrif rómantískrar ástar framkalla svipuð einkenni og koma fram hjá fólki með áráttuhegðun og þráhyggjuröskun. Svo virðist sem á fyrstu sex mánuðum nýs rómantísks sambands sé magn seratóníns í heilanum svipað og hjá manneskju sem þjáist af þráhyggjuröskun. En það gæti skýrt hvers vegna við getum ekki hætt að hugsa um elskuna okkar.

Þér finnst þú ósigrandi

Þú kannast kannski við það að að verkir og vandamál virðast gufa upp þegar þú kúrir með makanum? Þú ert ekki eina manneskjan sem upplifir það. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskólann hefur sú tilfinning, að vera mjög ástfangin, áhrif á sama svæði í heilanum og verkjalyf gera, og gerir því í raun svipað gagn, upp að vissu marki. Þátttakendur í rannsókninni voru beðnir um að hafa með sér mynd af maka sínum og jafnframt góðum vini, sem var útlitslega jafnaðlaðandi. Rannsakendur notuðust svo við tæki sem framkallar mikinn hita, án þess að brenna, og komu fyrir í lófum þátttakenda sem voru svo sýndar myndirnar af makanum og vininum á meðan hitinn var aukinn. Samkvæmt heilalínuriti dró það að sjá mynd af makanum töluvert meira úr sársaukanum af völdum hitanum en myndin af vininum gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.