fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026

Nú er kominn tími á páskaþrifin – Lausnir fyrir letingja

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:00

Ertu löt/latur? Lestu þá þetta!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við getum volað yfir því sí og æ að okkur gefist enginn tími til að þrífa. Það er ef til vill nær sannleikanum að þegar tíminn gefst nennum við því einfaldlega ekki.

Þessi ráð eru einmitt tileinkuð okkur letingjunum sem langar ekki að fórna þeim dýrmætum klukkustundum sem fara í þrifin. Kannski fær þetta okkur til að fórna í það minnsta nokkrum mínútum.

Kattahárin úr sófanum

Ef gestirnir eru við það að hringja bjöllunni og þú hefur ekki enn tekið upp ryksuguna og hamast við að ná kattahárunum úr sófanum – eða hvaða stað sem kettinum þykir ákjósanlegt bæli – skaltu grípa í gúmmíhanskana. Bleyttu þá örlítið og strjúktu yfir loðið yfirborð sófans og hárin loða við hanskana.

Burt með blettina

Glösin skilja eftir sig bletti á krómuðu yfirborði og margir leita örþrifaráða til að losna við þá – eða ekki. Lausnin er að minnsta kosti einföld og kostar þig ekki nema hálfa sítrónu. Þú nuddar henni einfaldlega eftir krómuðu yfirborðinu og sýran vinnur hratt og örugglega á blettunum.

Örbylgjuofninn

Örbylgjuofninn verður fljótt ógeðslegur og þó gestirnir séu ef til vill ekkert að gægjast inn í hann er kannski tími til kominn að hreinsa hann. Það er fljótgert ef þú notar þessa aðferð: Settu skál fulla af vatni og sítrónusneiðum inn í örbylgjuofninn og hitaðu þar til vatnið sýður. Þetta losar allt það sem situr fast innan í örbylgjuofninum og gerir þér auðvelt að þurrka það burtu með tusku.

Hillurnar í ísskápnum

Það eru vissar líkur á því að hillurnar í ísskápnum séu þegar orðnar óhreinar. Ef þú vilt forðast það að þurfa að skrúbba þær í framtíðinni skaltu leggja matarfilmu í hverja hillu – hún loðir við glerið. Næst þegar þér líst ekki á hreinlætið í ísskápnum getur þú einfaldlega fjarlægt filmuna og sett nýja í staðinn. Snilldin ein.

Nýttu uppþvottavélina betur

Það er ágætt að eiga uppþvottavél sem sér um að hreinsa leirtauið á meðan maður situr með fæturna upp í loft. En af hverju að stoppa þar? Þú getur sett ýmislegt annað í uppþvottavélina – svo lengi sem það bráðnar ekki við mjög háan hita. Barnaleikföng og gamlir strigaskór koma til dæmis skínandi fín út úr uppþvottavélinni.

Þessi ráð eru fengin úr grein sem birtist á Huffington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rússar nota rafmyntir til þess að komast hjá efnahagsþvingunum

Rússar nota rafmyntir til þess að komast hjá efnahagsþvingunum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar Freyr sleginn yfir kostnaði við símvörslu – „Hvernig stendur á því að svona er farið með opinbert fé?“

Ragnar Freyr sleginn yfir kostnaði við símvörslu – „Hvernig stendur á því að svona er farið með opinbert fé?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.