Þriðjudagur 21.janúar 2020
Bleikt

Margrét er með samviskubit og finnst hún vera drusla: „Gerðum það í húsasundi“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét er með samviskubit og finnst hún vera drusla: „Gerðum það í húsasundi“

 

Hæ Ragnheiður

Ég gerði dálítið heimskulegt um helgina og er í rusli yfir sjálfri mér. Það byrjaði með netinu, þar hitti ég mann sem ég fór að skrifast á við. Hann var skemmtilegur og sexý í skrifunum, svo enn meira sjarmerandi í síma.

Við döðruðum í tvo mánuði án þess að hittast og spennan á milli okkar óx stöðugt. Svo loksins ákváðum við að hittast og fengum okkur bjór og vín á bar. Hann var myndarlegur, sexý og skemmtilegur.

Ég drakk allt of mikið og svo fylgdi hann mér heim. Við fórum að kyssast á leiðinni og urðum æstari og æstari.

Þetta endaði svo með því að við gerðum það í húsasundi í götunni minni, engir smokkar notaðir. Ég hef aldrei á ævinni gert neitt þessu líkt og er með hrikalegt samviskubit, finnst ég drusla og er viss um að hann sé búinn að missa áhugann á að hitta mig aftur.

Hann hefur ekki hringt og ég þori ekki að hringja í hann. Ég held að ef þetta hefði ekki gerst hefðum við getað orðið par.

Hjálp!

Margrét

 

Halló Margrét

Til hamingju með hæfileikann til að lesa hugsanir! Mér finnst þú ekkert smá klár að geta vitað hvað herra net er að hugsa eftir ykkar heita deit. En prófum að segja sem svo að þú tapir þessum hæfileika. Getur þá ekki alveg eins verið að hann sitji heima með þá grillu í höfðinu að hann sé algjör melur og að þú viljir ekkert með svona lauslátan og óábyrgan karlmann, þessi þokkafulla, skemmtilega kyngyðja sem hann vonaðist eftir framtíð með? Svo kemur hér annar möguleiki – kannski var þetta hápunkturinn á hans kynferðislega ferli.

Hann er kannski rétt að ná andanum eftir allt adrenalínið og kynhormónaflóðið. Þetta er nú svoldið sexý atriði ef þú pælir í því.

Ég skil voða vel að smokkamálið pirri þig. Reyndu samt að vera ekki of dómhörð við sjálfa þig og gerðu bara betur næst. Það er ágætis ráð fyrir hverja einhleypa snót að vera með einn til tvo smokka í veskinu. Ávallt viðbúin!

Slakaðu aðeins á, ekki dauðadæma þetta fyrirfram og reyndu umfram allt að slökkva á öllum dulrænum hæfileikum í bili. Ef þú heyrir ekkert í honum skaltu endilega hringja í hann í lok vikunnar og taka status. Vertu hreinskilin og heiðarleg, það er alltaf best.

Mínar bestu kveðjur,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.