Sunnudagur 19.janúar 2020
Bleikt

Áhrifavaldur í bobba – Hakkarar hótuðu að birta kynlífsmyndband af henni

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 6. desember 2019 09:30

Tammy Hembrow er mjög vinsæl á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski áhrifavaldurinn Tammy Hembrow lenti í því óheppilega atviki að hakkarar tóku yfir Instagram-síðu hennar.

Skyndilega fóru að birtast furðulegar færslur í Instagram Story hjá henni þar sem fylgjendum var lofað 46 mínútna langt kynlífsmyndband af henni í skiptum fyrir að niðurhala smáforriti.

Þessi færsla birtist í Instagram Story.

Sagt var að ef 40 þúsund manns myndu niðurhala forritinu færi kynlífsmyndbandið í loftið. Svo var einnig deilt færslu þar sem kom fram að „Tammy“ væri að gefa tvö þúsund stykki af iPhone 11 pro og voru rúmlega tíu milljón fylgjendur hennar hvattir til að næla sér í einn með því að fara inn á ákveðið vefsvæði.

Þetta birtist á Instagram-síðu hennar.

Hins vegar var aldrei til nein kynlífsupptaka til að byrja með, og ekki heldur símar. Ekki er alveg komið á hreint hvað hakkararnir voru að reyna að gera með því að fá fylgjendur Tammy til að niðurhala forritinu, en það er nú búið að eyða öllum skrýtnu færslunum út af síðu hennar.

Tammy tjáði sig um atvikið í Instagram Story í gær: „Sá sem hakkaði mig í gærkvöldið, þú sökkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.