fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Íslensk stúlka varð fyrir grófu ofbeldi – Svo fékk hún þessi skilaboð

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan Fávitar, sem er átak gegn kynferðisofbeldi, var að deila skjáskoti af skilaboðum sem stúlka fékk í kjölfar árásar.

„Hún varð fyrir grófu ofbeldi. Svo fékk hún þessi skilaboð send. Þetta er raunveruleikinn,“ er skrifað með færslunni.

„Þyrftu fleiri sjálfselskandi tíkur einsog þú að vera buffaðar í spað. Og til hamingju, þú fékkst athygli,“ stendur í skilaboðunum.

https://www.instagram.com/p/B4cmgGOgS7l/

Fjöldi fólks hefur brugðist við færslunni og tjáð reiði sína við skilaboðunum.

„Þyrfti að nafngreina svona lið,“ skrifar einn netverji.

„Er ekki allt í björtu? Hvað fær fólk til að segja slíkan viðbjóð,“ skrifar annar.

„Hversu sorglegt að sjá þetta. Hvað fær fólk til að skrifa svona? Er það slæm æska? Ofbeldi og útskúfun? Fáfræði og áróður einhvers konar? Gróft klám? Nei maður spyr sig. Enginn fæðist með svona skoðanir. Þetta er lærð hegðun,“ segir einn fylgjandi Fávita.

Það eru hins vegar ekki allir á þeirri skoðun að þessi skilaboð séu ógeðfelld, heldur skrifar Jón Páll nokkur:

Nokkrir svara honum og segja meðal annars: „Djöfull ertu veikur.“

Reglulega er skjáskotum af samskiptum deilt á síðuna. Eins og hér að neðan má sjá hvernig drengur brást við þegar hann fékk ekkert svar frá stelpu.

https://www.instagram.com/p/B4FvfyBgt6w/

Eða frá þessum karlmanni sem vildi „kynnast“ konu.

https://www.instagram.com/p/B3mq5iMgnHp/

Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi og umsjónamaður Fávita, var tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.