fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Ástalífið tekur þvílíkum kipp í vikunni!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 24. – 30. nóvember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert kannski ekki viðbúin/n því en ástalífið tekur þvílíkum kipp í vikunni! Lofaðir hrútar eiga von á að makinn komi þeim þvílíkt á óvart á meðan einhleypum hrútum er boðið á stefnumót í gríð og erg. Í stuttu máli eru allir bara vitlausir í þig og þú mátt alveg halla þér aðeins aftur og bara njóta þess.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Lofuð naut hafa upplifað sig frekar stöðnuð í núverandi sambandi og hafa jafnvel velt fyrir sér hvort þau ættu að gefa ástina upp á bátinn. Í vikunni snýst þér hugur því þú ákveður að gera allt sem í þínu valdi stendur til að tendra neistann á nýjan leik. Og viti menn – það verður talsvert auðveldara en þú hélst!

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Loksins er allt á uppleið hjá tvíburanum. Eftir marga mánuði af alls kyns hugarangri og áhyggjum snýrðu við blaðinu og tekur rækilega til. Hugsanlega tekur þú loksins stóra skrefið og hættir í vinnunni sem hefur ekki veitt þér neina gleði og finnur annan starfsvettvang sem þú blómstrar á. Gangi þér vel!

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn iðar ávallt af lífi og er alltaf til í að taka þátt í gleði af ýmsu tagi – nema akkúrat núna. Það er einhver smá deyfð yfir þér og hugsanlega tengist það myrkrinu og jólunum sem nálgast. Þú ert nefnilega mikið jólabarn en oft kveikir jólaundirbúningur á leiðum tilfinningum hjá þér. Þá er gott að halla sér að sínum nánustu og tala út um það.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ert náttúrlega ekki eðlilega þrjóskur einstaklingur og gefst aldrei upp. Nú er hins vegar kannski kominn tími á að þú hreinlega gefist upp á annaðhvort verkefni, vinnu eða maka. Þú ert komin/n á endastöð og þér finnst þú svikin/n. Þú getur ekki lagað alla og stundum þarftu bara að hugsa um þig.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Einhleypar meyjur öðlast nýtt líf í vikunni og daðra eins og enginn sé morgundagurinn eftir frekar mikla deyfð í stefnumótalífinu. Lofaðar meyjur eru líka óvenju villtar og hafa frumkvæði að alls kyns skemmtilegheitum undir sænginni, ofan á henni, inni í baðherbergi eða úti á svölum. Gaman að því!

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Nú stendur þú á krossgötum og þarft að setjast niður og hreinlega skrifa niður hvað sé þér mikilvægast. Búa til eins konar forgangsröð og vinna eftir henni statt og stöðugt. Þú ert á höttunum eftir nýju verkefni og nærð að koma því ofarlega í forgangsröðina. Það þýðir bara eitt – skemmtilegir tímar framundan!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það er mikið um að vera í vinnunni hjá þér og fram til jóla og yfir áramótin. Nú færðu loksins tækifæri til að láta ljós þitt skína og það gerir þú svo sannarlega. Þú tekur ábyrgð og fer vel með hana, kemur vel saman við fólk og drífur hluti áfram. Það ætti ekki að koma þér á óvart að stöðuhækkun er handan jólatrésins.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú þarft að finna hvenær á að slaka á og hvenær á að gefa í. Síðustu vikur hefur þú bara verið stanslaust í fimmta gír. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir þig að hvílast til að geta verið endurnærð/ur þegar að á reynir – bæði í persónulegum samböndum sem og vinnunni.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Nú þarftu að hafa varann á kæra steingeit. Það er einhver að reyna að fella þig, jafnvel niðurlægja þig í persónulega lífinu. Alls ekki treysta þeim sem koma óvænt inn í líf þitt eftir langa fjarveru og biðja þig um eitthvað sérstakt. Passaðu þig rosalega vel á fólki sem lofar öllu fögru en stendur ekki við það.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú hefur staðið þig rosalega vel að undanförnu í að hugsa um þig sjálfa/n. Það er að bera ávöxt núna því þú gjörsamlega geislar af sjálfstrausti og gleði. Þú ert kynnt/ur fyrir nýrri manneskju sem þú kolfellur fyrir og manneskjan laðast að þér. Þú skalt passa þig á þessum einstaklingi – hann er ekki allur þar sem hann er séður.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Ef þér líður eins og þú hafir enga stjórn í núverandi sambandi þá er það líklegast rétt hjá þér. Þú hefur lúffað of mikið, látið ýmislegt yfir þig ganga og ekki staðið í lappirnar og á þínu. Nú er komið að skuldadögum og þetta er eitthvað sem þú getur ekki breytt til baka. Þá er mikilvægt að skilja í sátt og takast á við nýjar áskoranir.

Afmælisbörn vikunnar

24. nóvember – Gunnar Helgason, leikari og leikstjóri, 54 ára
25. nóvember – Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðakona, 37 ára
26. nóvember – Einar Eyjólfsson prestur, 61 árs
27. nóvember – Klara Ósk Elíasdóttir söngkona, 34 ára
28. nóvember – Þórir Ólafsson handknattleikskappi, 40 ára
29. nóvember – Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, 54 ára
30. nóvember – Áslaug Arnar Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, 29 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.