Sunnudagur 19.janúar 2020
Bleikt

Lesið í tarot Þorsteins Más: Velur hreinskilni frekar en undanskot

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið mikið á milli tannanna á fólki í vikunni eftir að ásakanir um mútuþægni og spillingu komu upp. DV ákvað því að lesa í tarotspil Þorsteins til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér en lesendum DV er bent á að þeir geta dregið tarotspil á vef DV.

Horfir djúpt í eigin barm

Fyrsta spilið sem kemur upp er 6 sverð. Spilið er oftast tákn um ferðalag eða flutninga, en þeir eru hér ekki sýndir í góðu ljósi. Þessir flutningar tengjast hneykslismálinu sem nú er komið upp um Samherja og mikilvægt er að Þorsteinn horfi djúpt í eigin barm og taki hreinskilni fram yfir undanskot. Vissulega munu aðstæður hans lagast með tímanum en aðeins ef hann kemur hreint fram og tekur ábyrgð á sínum gjörðum. Ef hann gerir það mun framtíðin verða björt, þótt hún verði gjörólík þeirri framtíð sem hann ímyndaði sér.

Mikilvægt val

Næst er það 4 bikarar. Þorsteini leiðist umræðan síðustu og næstu daga en þessi reynsla mun efla þroska hans og sjálfið. Hann á ekki að örvænta þótt erfiðleikarnir virðist óyfirstíganlegir eða honum finnist hann fastur í rútínu. Ljóst er að Þorsteinn stendur frammi fyrir mikilvægu vali þessa dagana, vali sem gæti ákvarðað hans framtíð alla. Hann ætti að staldra við og horfa með opnum huga á afleiðingar gjörða sinna. Hann ætti einnig að huga að breytingum á sínum lífsstíl og högum til að líða betur.

Erfitt með mannleg samskipti

Loks er það Stríðsvagninn. Þorsteinn er drífandi manneskja og veit nákvæmlega hvernig hann á að ná markmiðum sínum og hvar tækifærin liggja. Hann hefur hins vegar ekki nýtt þessa hæfileika vel og spilin biðla til hans að leysa þann vanda. Finna það sem raunverulega gefur honum lífsfyllingu. Hann má ekki gera neitt í fljótræði heldur af sannfæringu, jafnvel þótt hann sé ekki viss um að hann vilji það. Þorsteinn á erfitt með mannleg samskipti og þarf að læra að gefa eftir í kringum þá sem hann umgengst daglega. Þorsteinn er kjarkaður en verður að kunna að lúffa til að halda áfram að vaxa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.