fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Stjörnuspá vikunnar: Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 10. – 16. nóvember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Ef þú ert í stjórnunarstöðu í fyrirtæki þarftu bráðlega að fara að huga að mannabreytingum. Það er aldrei einfalt. Þú þarft að vinsa úr illgresið og ráða nýja í staðinn. Þú þarft að standa á þínu og við þínar ákvarðanir. Það reynist þér erfiðara að ráða nýtt fólk og þá tekur valkvíðinn öll völd. Þá verður gott fyrir þig að fá aðstoð. Betur sjá augu en auga.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Langvinn deila á milli þín og vinnufélaga eða kunningja fær loks farsælan endi vegna þess að báðir aðilar staldra við og hlusta. Það er stundum þinn Akkilesarhæll – þú nærð ekki alveg að hlusta og miðla málum. Þetta mál verður því mikilvægur lærdómur fyrir þig og kennir þér að það er engin skömm af því að grafa stríðsöxina.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú þarft að temja þér það að hugsa áður en þú talar eða grípur til aðgerða. Þú hefur margoft skotið þig í fótinn og oft er nefnilega erfitt að biðjast afsökunar þegar skaðinn er skeður. Þú þarft að læra að hafa betri stjórn á skapi þínu og best væri ef þú leitaðir þér sálfræðihjálpar til að læra að takast á við skapsveiflurnar.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt. Lofaðir krabbar gera nánast allt til að krydda lífið í svefnherberginu og það ber ríkulegan ávöxt. Þú fyllist sjálfstrausti og það smitar út í allt þitt líf. Einhleypir krabbar eru á höttunum eftir skyndikynnum og eru meðvitaðir um að þeir þurfi að velja rekkjunautana vel.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú færð fréttir sem koma þér úr jafnvægi. Þessar fréttir eru alls ekki slæmar en þú tekur þeim á annan veg en flestir. Þú fyllist vanmætti og efast um eiginleika þinn til að tengjast fólki – eiginleika sem þú hefur alltaf verið mjög stolt/ur af. Getur verið að þú hafir misst sjónar á því sem er raunverulega mikilvægt í lífinu?

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Nú er tími fyrir þig að endurskoða venjur þínar. Þú ert meðvituð/aður um að sumar þessara venja gera þér ekkert gott og að þú þurfir að breyta þeim áður en stressið nær yfirhöndinni. Byrjaðu á því að breyta litlu hlutunum. Sparaðu smá pening í hverri viku, borðaðu tvo ávexti á dag. Búðu til markmiðalista og farðu eftir honum.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú ert skýr í hugsun þessa dagana og sérð heiminn í öðru ljósi. Þú sérð hvað skiptir þig máli. Ef þig langar í eitthvað meira frá fólkinu í kringum þig, hvort sem það er yfirmaður, vinnufélagi, vinur eða elskhugi, þá skaltu opna þig um það. Þú stendur á tímamótum og framundan eru bjartari tímar.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Við höldum oft í minningar í veraldlegum hlutum. Bók sem minnir okkur á ákveðið tímabil, blaðaúrklippur um sérstaka viðburði og svo framvegis. Þú bindur minningar þínar of oft í þessa hluti án þess að treysta á minnið sjálft. Nú er kominn sá tími að þú þarft að fara yfir allt sem þú hefur sankað að þér og losa þig við það sem er best geymt í huganum.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það hafa allir ofboðslega mikið að gera alltaf hreint. Hins vegar ef þú finnur fyrir því að sérstök manneskja í þínu lífi hafi aldrei tíma fyrir þig, en þú alltaf boðin/n og búin/n fyrir hana, þá skaltu íhuga að draga úr vinskapnum og jafnvel slíta honum. Þú þarft að fara í aðra átt – átt sem lætur þér líða vel með þig sjálfa/n.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Er verið að borga þér nóg fyrir vinnuna? Þessari spurningu þarftu að fá svar við og til að fá það þarftu að meta þig sjálfa/n og þitt vinnuframlag. Fyrir utan leiðindaspurningar eins og þær sem tengjast launum er mikið stuð og mikil gleði framundan. Þú nýtur lífsins og um leið og peningamálin komast á hreint eru þér allir vegir færir.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Vatnsberi þrífst illa þegar lífið snýst bara um vinnu, vinnu, vinnu og ekkert gaman. Þess vegna þarftu að finna tíma til að lyfta þér upp, þótt það sé ekki nema með því að fara í sund í hálftíma á hverjum degi eða taka þér tíma til að fara í hádegismat með góðum vini. Það á eftir að gefa þér mikið.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú færð símtal í vikunni sem kemur þér í opna skjöldu. Gamall kunningi hringir í þig og þarf eitthvað frá þér. Þessi kunningi er mikil orkusuga og þú þarft að passa þitt og þína mjög vel svo þú endir ekki á að segja já við einhverri bölvaðri vitleysu. Hafðu augu í hnakkanum og ekki láta tala þig út í eitthvert bull.

Afmælisbörn vikunnar

10. nóvember – Magnús Scheving frumkvöðull, 55 ára
11. nóvember – Greta Salóme tónlistarkona, 33 ára
12. nóvember – Þorsteinn Davíðsson lögfræðingur, 48 ára
13. nóvember – Sverrir Bergmann tónlistarmaður, 39 ára
14. nóvember – Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur, 25 ára
15. nóvember – Hjálmar Árnason stjórnmálamaður, 69 ára
16. nóvember – Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir knattspyrnukona, 37 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.