fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Faðir Bryndísar misnotaði hana frá 7 ára aldri – Hún lýsir deginum þegar hún losnaði undan ofbeldinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. október 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 7 ára þegar hann braut fyrst á mér. Ég man eftir að vakna um miðja nótt þar sem ég snéri baki í hann, ég fann fyrir miklum ótta og vissi að þetta var eitthvað sem væri bannað. Ég varð lömuð af hræðslu og vissi ekki hvort ég ætti að þykjast sofa eða segja eitthvað en ég var alveg frosin. Litli líkaminn reyndi að berjast en pabbi sterkari. Ég man lítið hvað gerðist næst nema lyktin sem var í loftinu, hún er eins og brennimerkt í heila mér. Þessi lykt sem kemur af karlmönnum eftir áreynslu fær mig til að fyllast svo mikilli hræðslu að ég frýs. Mikil svitalykt af karlmönnum getur komið mér úr algjöru jafnvægi. Ég skildi einmitt ekki af hverju ég varð alltaf svona veik þegar ég fór í ræktina á morgnanna. Ég var í tækjasalnum og tók á eins og venjulega en öfugt við það þegar ég fór um miðjan dag endaði ég alltaf inná klósetti eða hljóp út til að kasta upp. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég uppgötvaði hvað það var. Á morgnanna voru margir karlmenn að æfa og margir eldri menn en þegar ég var að fara um miðjan dag voru ósköp fáir í ræktinni. Lyktin minnti mig á eitthvað slæmt, eitthvað sem ég þurfti að varast, eitthvað sem vakti með mér svo mikla hræðslu að líkaminn brást harkalega við.“

Textinn hér að ofan er brot úr áhrifamikilli frásögn Bryndísar Steinunnar sem birtist á vefnum amare.is. Bryndís lýsir þar ofbeldi föður síns, sem var andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Hún lýsir því hvernig hann hélt heimilinu í heljargreipum og lýsir andlegu og líkamlegu ofbeldis hans á hendur henni í undanfara kynferðisofbeldisins. Þegar hún komst á unglingsaldur fór faðir hennar að ráðgera að selja afnot af henni. Bryndís skrifar síðan:

„Á þessum tíma hataði ég mig svo mikið og fylltist óheyrilega miklum viðbjóði yfir eigin líkama. Ég gerði allt til að skaða mig. Oft klóraði ég mig til blóðs, hárreitti mig eða barði mig með leðurbelti þangað til að blæddi úr bakinu mínu. Ég reyndi að skera mig, taka inn pillur og einu sinni ætlaði ég að verða úti þar sem ég gróf mig inní skafl í vonsku veðri en það var bara svo vont að ég gafst upp. Allt þetta var gert áður en ég varð 14 ára. Barnæskudraumurinn var að fá að deyja. Fá að liggja í líkkistu og fá að rotna í jörðinni, fá að dvelja hjá Guði í vernd hans. En auðvitað átti ég heldur ekki skilið að fá að deyja, pabbi sá til þess að koma þeirri hugsun inn hjá mér að meira að segja Guð gæti aldrei elskað mig og enn þann dag í dag, eftir að hafa fundið trúnna aftur, finnst mér ég ekki þess virði og á erfitt með trúa því að Guð elski litlu mig, en það er líka annað sem ég er að vinna í því ég er í alvörunni ÞESS VIRÐI. Pabbi sýndi mér minningargreinar sem hann fann af ungum börnum sem höfðu dáið og sagði ,,Þeir deyja ungir sem Guð elskar, þess vegna ert þú enn á lífi því að Guð gæti aldrei elskað þig” Ég var orðin fullorðin þegar ég lærði að máltækið væri ,,Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest” og er víst tekið úr grískri goðafræði en þeir sem unnu Ólympíuleikana var fórnað guðunum og var það mikill heiður.“

Fremst í frásögninni lýsir Bryndís deginum þegar allt breyttist, þegar hún og móðir hennar losnuðu undan ofbeldi föðurins. Um það leyti voru samtökin Stígamót stofnuð:

„26. október 1989 er dagur sem ég man svo vel eftir. Þetta var dagurinn þar sem líf mitt átti eftir að breytast gríðarlega og það til frambúðar.

Það var fimmtudagur og ég var í fermingarfræðslu eins og alla aðra fimmtudaga þennan veturinn. Það var svalt veður, ekki kalt og enginn snjór ef ég man rétt.

Heima beið mamma eftir mér og ég settist inní sjónvarpsstofu, kveikti á sjónvarpinu og fór að horfa á myndagluggann. Í sjónvarpinu lék Doddi í leikfangalandi listir sínar en á meðan var mamma að tala við mig. Hún var að segja mér að hún ætlaði að sækja um skilnað og þar sem ég væri orðin það stór þá gæti ég ráðið hvar ég myndi vera, hvort það væri hjá henni eða pabba. Samræðurnar héldu áfram þar sem ég í raun þagði og mamma talaði. Varfærnislega fór hún út í að spyrja mig spurninga, spurninga sem ég gat ekki svarað en í staðin runnu tárin niður vanga minn sem gáfu mömmu staðfestingu á því sem hana hafði grunað en vonað af öllu hjarta að væru ekki sannar. Spurningarnar voru: ,,Bryndís hefur pabbi þinn gert eitthvað sem fær þig til að líða illa eða hefur hann snert þig þar sem hann á ekki að gera?”

Viðbrögðin voru snögg, mamma rétti mér einhverja tuðru og poka og sagði mér að pakka því nauðsynlegasta og það sama gerði hún. Dótinu var svo hennt inní bíl og brunað af stað, með hjartað í buxunum og vonuðum við að hann kæmi ekki heim eða mætti okkur á leiðinni því þá hefði farið illa fyrir okkur. Hann var nefninlega að vinna aukavinnu og þess vegna gátum við farið.

Málið var að fína glansmyndin sem við fjölskyldan sýndum út á við var að engu leiti rétt. Um leið og dyrnar lokuðust að heimili okkar kom upp dökkt rotið og virkilega sjúkt ástand.“

 

Við hvetjum alla til að lesa áhrifaríka frásögn Bryndísar á vefnum amare.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.