fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025

Hætti að tala við fjölskylduna því „þau eru ekki með nógu marga fylgjendur“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Larz, 20 ára, var gestur Dr. Phil á dögunum. Larz langar að vera frægur, sama hvað hann þarf að gera til að öðlast frægðina. Hann hefur gert myndbönd sem hafa orðið „viral“ og vakið mikla reiði almennings.

Larz segir við Dr. Phil að hann sé búinn að slíta öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Af hverju? Jú því fylgjendafjöldi þeirra er til skammar.

„Ég tala ekki við fjölskylduna mína. Þau skipta ekki máli. Engin þeirra er með fylgjendur, ef þau væru með fylgjendur eða yrðu rík þá myndi ég örugglega tala við þau aftur,“ segir Larz.

Dr. Phil er í hálfgerðu sjokki og spyr hann hvort hann sé að meina þetta.

„Ef þau væru með fylgjendur þá væru þau hérna núna,“ svarar Larz.

„Ertu að tala um móður þína?“ Spyr þá Dr. Phil, enn þá mjög hneysklaður.

„Ég meina, mamma er með fleiri fylgjendur en systir mín,“ segir Larz.

„Þetta er mamma þín. Hvaða máli skiptir fylgjendafjöldi hennar?“

„Getur einhver sagt mér um hvað ég og mamma eigum að tala um ef hún er ekki að fara að gera mig frægan? Nú er ég með ferill og er frægur, þetta er það sem gerist þegar maður verður frægur, maður lokar á fólk,“ segir Larz.

„Í alvöru?!“ Spyr þá mjög hneykslaður Dr. Phil.

Myndband Larz varð „viral“ þegar hann opnaði ís í matvöruverslun, sleikti ísinn og setti hann aftur í hilluna. Það muna kannski margir eftir konunni sem gerði þetta fyrr á árinu og átti mögulega tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér.

Sjá einnig: Konan í þessu myndbandi gæti átt tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér

Vinkona Larz, Bameron, sem er með honum í þættinum gerði svipað myndband. Hún fékk sér sopa af munnskoli, skolaði munninn og skyrpti því svo aftur í flöskuna. Síðan setti hún munnskolið aftur í hilluna.

Myndböndin vöktu vægast sagt hörð viðbrögð en þau segja að þau hafi uppskorið mikið af neikvæðum skilaboðum, mikla aukningu í fylgjendafjölda og mikinn pening.

„Við gerðum ekkert rangt því í okkar myndböndum þá borguðum við fyrir vörurnar,“ segir Larz.

„Við gerðum þetta því við vildum andlitin okkar þarna úti,“ segir Bameron.

„Við vildum athygli. Það er bókstaflega engin önnur ástæða önnur en að við viljum vera fræg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.