fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Bjarni Ben hættir í pólitík og einbeitir sér að hjálparstarfi: „Hann vill hörfa sem allra fyrst”

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 18:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómur er á kreiki þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vilji hætta alfarið í stjórnmálum. Þessu vísar Bjarni á bug en við á DV ákváðum samt sem áður að leggja fyrir hann tarotspil til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendur dv.is geta gert slíkt hið sama á vefnum.

Treystir á innsæið

Fyrsta spilið sem kemur upp er 10 sverð en það segir mikið um þann félagsskap sem Bjarni er í í stjórnmálum. Mikil ólga hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins og hefur Bjarni það á tilfinningunni að þessar deilur skemmi fyrir honum. Hann vill hörfa sem allra fyrst því hann vill ekki stjórna búi sem er tvístrað. Bjarni þarf að treysta á innsæið og hjartað en spilið merkir að erfiðir tímar séu á bak og burt og nýr kafli að hefjast – utan Sjálfstæðisflokksins.

Framtíð fjárhagslega örugg

Næsta spil sem kemur upp er 9 mynt, sem lýsir að einhverju leyti persónuleika Bjarna. Hann er félagslyndur en að sama skapi kýs hann stundum að vera einn með sjálfum sér. Hann er þó aldrei einmana og nær að finna frið í rólegheitum og friði. Hann hefur hins vegar ekki náð að njóta margs upp á síðkastið. Hann er búinn að leggja á sig ómælda erfiðsvinnu til að ná langt í pólitík og hann hefur áhyggjur af því að framhaldið á nýjum vettvangi verði ekki jafn gott. Það eru óþarfa áhyggjur. Þegar að Bjarni segir skilið við stjórnmálin fær hann fína vinnu og einkennir fjárhagslegt öryggi framtíð hans.

Andleg braut

Svo er það Myntásinn. Það spil sýnir að Bjarni fer inn á allt aðra braut þegar kemur að vinnunni, jafnvel andlega braut. Hann vill hjálpa öðrum og hugsanlega gæti einhvers konar hjálparstarf kallað á pólitíkusinn. Það sem mestu máli skiptir er að Bjarni hlusti á það sem hann sjálfur vill, ekki það sem búist er við af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.