fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Bleikt

Hætti loksins að sleppa máltíðum og missti 50 kg: „Ég var komin með nóg af því að lífið væri óþarflega erfitt fyrir mig“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. júlí 2019 11:30

Mynd: Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Lenss tókst að missa 50 kg og viðhalda þyngdartapinu með því að borða meira og elda heima. Hún segir Women‘s Health Magazine sögu sína.

Meghan segir að hún hafi alltaf verið meðvituð um líkama sinn þegar hún var yngri. Hún þroskaðist á undan vinum sínum, fékk brjóst og mjaðmir á undan öllum öðrum.

„Í framhaldsskóla byrjaði ég að vera rosalega meðvituð um stækkandi líkama minn og byrjaði að takmarka mataræðið mitt á mjög óheilbrigðan hátt. Ég trúði að það væri eina leiðin sem ég gæti grennst. Sem er að sjálfsögðu langt frá því að vera satt, öruggt og alls ekki varanlegt,“ segir Meghan.

Eftir að hún byrjaði í háskóla þyngdist hún hrat. „Skrýtið samband mitt við líkama minn og mat hélt áfram en á öðruvísi hátt. Ég byrjaði að borða og drekka meira. Ég þyngdist mikið.“

Þegar Meghan útskrifaðist úr háskóla var hún 127 kg.

„Ég reyndi nokkrum sinnum að grenna mig eftir háskóla. Ég keypti megrunarsjeikana, ég takmarkaði kaloríufjöldann sem ég borðaði og ég prófaði að hreyfa mig, en ég gafst alltaf upp að lokum. Ég var þyngst um 136 kíló,“ segir Meghan.

View this post on Instagram

Same me, new lifestyle 💪🏼 #mondaymotivation

A post shared by Meghan (@_iwokeupinbeastmode) on

Áramótið 2016

Vendipunkturinn í lífi Meghan var á áramótunum 2016. „Ég held að mínir nánustu vissu að ég væri of þung og óhamingjusöm, en ég talaði ekki um hversu illa mér leið, óöryggi mitt og þá staðreynd að mig langaði að breyta líkama mínum. Ég sagði engum frá því. En ég var komin með nóg af því að lífið væri óþarflega erfitt fyrir mig. Ég ákvað að nota nýja árið til að koma mér af stað, en ég þurfti eitthvað meira,“ segir Meghan.

Á sama tíma var kærasti Meghan að glíma við heilsufarsvandamál. Læknar hans sögðu honum að ef hann myndi ekki gera eitthvað í sínum málum fengi hann sykursýki.

„Þetta kom mér af stað og ég hugsaði að ég væri að gera þetta fyrir hann og hans heilsu. Mér fannst það taka pressu af mér og það hjálpaði mér á endanum.“

Hætti að borða skyndibitamat

„Ég var vön að borða skyndibita í nánast hverri máltíð. En ég ákvað að byrja að elda og borða heima eins oft og ég gat. Og ef við fórum út að borða þá reyndi ég að panta mér eitthvað í hollari kantinum. Þegar ég horfi til baka, þá tók ég kannski ekki bestu ákvarðanirnar en ég var samt að taka betri ákvarðanir heldur en áður,“ segir Meghan.

Með tímanum varð hún betri og betri að búa til mat og nesti heima og gerði aðrar breytingar.

„Í stað þess að panta mér frappuccino á Starbucks byrjaði ég að fá mér ískaffi með sykurlausum sætugjafa og engri mjólk eða rjóma. Uppáhalds snakkið mitt var (og er ennþá) Hot Cheetos, en ég byrjaði að borða popp með cayenne pipar í staðinn. Með tímanum fór ég að telja kaloríur og orkuhlutföll,“ segir Meghan.

View this post on Instagram

First pair of Lulu’s and I’m shook.

A post shared by Meghan (@_iwokeupinbeastmode) on

Hreyfing

Til að byrja með var Meghan ekki tilbúin að mæta í ræktina. Hún byrjaði að gera brennsluæfingar heima og tók klukkustunda brennslu á hverju kvöldi.

Í mars 2017 byrjaði hún í ræktinni, fyrst tók hún bara brennsluæfingar en í dag elskar hún styrktaræfingar.

View this post on Instagram

Hi guys 💕✨ in honor of #transformationtuesday I decided to do a little recap of how I started my journey! ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔹First off, my name is Meghan. I’m 26 years old and 5’7” 🔸Since January of 2017 I have lost 120 pounds naturally through diet and exercise! ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔹I USED to count calories but I had to stop. When I was in high school I used to starve myself and counting calories put me back in the state of mind of limiting my food intake (too drastically in my case) 🔸Instead, I choose healthy foods and focus on portion control and I haven’t had any problem losing weight while not counting calories. ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔹For the first 3 months of my journey I worked out at home on either an elliptical or stationary bike that I have in my garage 🔸I joined LA Fitness in March ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔹For the first 7/8 months I only did cardio. I would do an hour of cardio on the elliptical or StairMaster 🔸Now, I do a 10 min cardio warmup, workout a specific muscle group, and then do 30 mins of cardio after ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔹I usually take 1 rest day a week, but there are weeks when I do more/less…depending on how my body feels! ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ ⠀ 🔸If you’re interested in what I eat, check out my story! I post a lot of my meals on it.

A post shared by Meghan (@_iwokeupinbeastmode) on

View this post on Instagram

I used to be embarrassed to sweat. I would avoid anything that I thought was going to be difficult because I knew I would sweat and that would show people I was struggling, show people that I was out of shape, and overweight. Now, I do things that make me sweat for fun. I don’t have to get to school early so I have time to stop sweating before class begins. I don’t have to wear tank tops underneath my shirts so my back sweat doesn’t show. I am living a life where basic human activities like walking aren’t difficult. If you’ve never been overweight, you likely won’t understand how exciting something as simple as being able to talk and walk up the stairs at the same time is. If you’re still struggling to do these things, pay attention to how they’re getting easier, pay attention to the progress you’re making, because before you know it…you’re not even going to think twice about having to take the stairs 💕

A post shared by Meghan (@_iwokeupinbeastmode) on

Óhamingjusöm

„Árið 2018 náði ég þyngdarmarkmiði mínu. En til að vera hreinskilin þá var ég ekki hamingjusöm með hvernig ég komst þangað,“ segir Meghan.

„Mér fannst eins og ég væri að gera allt of mikið af brennsluæfingum og ekki að borða nóg. Á einum tímapunkti stóð ég inni í eldhúsinu, alveg við það að fara að gráta því ég var svöng. En ef ég myndi borða kvöldmat þá færi ég yfir daglega kaloríufjöldann minn. Ég sagði kærastanum mínum að þessi tilfinning hræddi mig, hversu mikið það truflaði mig að fara yfir kaloríufjöldann minn. Ég vildi ekki byrja aftur á því að sleppa máltíðum. Þetta kvöld ákvað ég að hætta að telja kaloríur. Þetta var ekki jákvætt hugarfar,“ segir Meghan.

View this post on Instagram

Your body is not Amazon Prime. It’s not going to show up in two days. 2014 versus 2019 candid photos. In other news, it’s summer break for me now. I am teaching one week of summer school, but I suddenly have so little on my plate I don’t know what to do with myself. I’m excited to start cooking for myself more. I’ve been eating @prepsuccessmeals forever bcs they make my life easy. I woke up today and made myself my favorite breakfast (pro-tip: get the southwestern style egg beaters 🔥) and I’m sitting here thinking what I want to do today. Did I tell you guys, I enrolled to finish my Master’s degree? I should be starting that within the next few weeks as long as everything runs smoothly with my enrollment. I also have to start Induction next year at work. Has anyone done Induction and Masters at the same time? Am I crazy? 😬😂 one thing I love about summer is that I’m able to do workouts whenever I want. I can workout for as long as I want and I have the time to do hikes and other activities. I always love being able to not worry about hurrying up at the gym because I have something else I need to get done. This was pretty much a rant and some wasn’t even fitness related so if you kept up, thank for reading 💕 let me know about your plans for summer!

A post shared by Meghan (@_iwokeupinbeastmode) on

Breytti rútínunni

„Ég breytti rútínunni minni og þyngdist um 9 kg sama ár. Það var besta og jákvæðasta breytingin til þessa,“ segir Meghan.

„Ég er núna að viðhalda um 50 kg þyngdartapi […] Flesta daga er ég ekki viss um hvað „heilbrigð þyngd“ lítur út fyrir mig, en ég veit að heilbrigt hugarfar er alveg jafn mikilvægt. Ég fer enn þá í gegnum tímabil þar sem ég glími við líkamsímynd og hvernig mér líður gagnvart sjálfri mér,“ segir Meghan.

„Ég áttaði mig aldrei á því hversu stóran hluta af lífi mínu ég væri að gefa upp á bátinn vegna þyngdar minnar. Ég var hrædd við að prófa. Ég sleppti því að gera svo marga hluti því ég var hrædd um að fólk myndi sjá hvað ég væri í lélegu formi. Ég fór aldrei að versla með vinkonum mínum því ég vildi ekki að þær myndu vita í hvaða stærð ég var í. Að léttast breytti lífi mínu og hjálpaði mér að komast yfir þessa hræðslu.“

Meghan er með vinsælan Instagram aðgang, @_iwokeupinbeastmode, þar sem hún deilir reglulega myndum, hvatningu og alls konar fróðleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.