fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Babb í bátinn í einkalífinu og útistöður við ástvin

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 16. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 17. – 23. júní

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Skemmtilegt atvinnutækifæri rekur á þína fjöru og þú slærð til – enda oftast litlu að tapa en margt að vinna þegar um tækifæri eins og þetta ræðir. Þetta verður til þess að þú þénar meira en vanalega, en passaðu þig þá að eyða ekki alltof miklu samfara því. Það getur nefnilega verið fínt að eiga smá varasjóð ef eitthvað óvænt kemur upp á.

Það sem er verra í þínu stjörnukorti er að góður vinur sýnir á sér nýja og leiðinlega hlið. Þetta skaltu taka alvarlega og ekki hlaupa til að hjálpa þessum vin þegar að honum sýnist. Hugsanlega er þetta manneskja sem þú ættir að vara þig á héðan í frá og því fylgir vissulega mikil sorg. Mundu bara að oft koma jafn góðar, ef ekki betri, manneskjur í stað þeirra sem brjóta þitt traust og trúnað.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 4, 50, 87

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú ert nýbúinn að kljást við mjög krefjandi verkefni tengt vinnunni og þú ert feginn að því er lokið. Það er ákveðinn léttir og getur þú nú notið þess að fara í sumarfrí sem framundan er. Ég hugsa að þú hugsir þig tvisvar um áður en þú tekur að þér fleiri aukaverkefni því tíminn er of dýrmætur til að eyða honum öllum í vinnu.

Svo sé ég utanlandsferð í kortunum, en ekkert endilega þessa típísku sólarlandarferð, heldur ferð sem blandar saman áhugamálum þínum og fríi. Virkilega spennandi tímar framundan.

Í einkalífinu er smá babb í bátnum þar sem þú nærð ekki alveg að einbeita þér að ástinni og rómantíkinni og lætur allt annað ná athygli þinni. Þetta þarft þú að laga því þínir nánustu vilja þína athygli líka.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 12, 39, 44

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Það eru mjög spennandi tímar framundan í einkalífinu hjá tvíburum. Ástin kviknar hjá einhleypum tvíburum og er mjög líklegt að það verði gamall elskhugi sem nær hjörtum þeirra á nýjan leik. Þeir sem eru í sambandi mega búast við því að vikan verði full af ást og umhyggju, gleði og glaum. Ástin blómstrar, vægast sagt, en þá gefst líka færi á að hreinsa loftið og tala um gömul þrætumál sem náðist aldrei almennilega að leysa.

Þá blómstra tvíburar einnig í vinnunni. Þeir eru búnir að vera undir miklu álagi undanfarið og núna byrjar aðeins að létta á því, enda sumarið svo sannarlega komið og vel hægt að forgangsraða þannig að hvert einasta kvöld sé ekki nýtt í vinnu.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 3, 27, 80

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Jæja, elsku krabbi. Þá er afmælistímabilið að hefjast og þú getur ekki beðið, enda elskar þú að eiga afmæli. Afmælið þitt er eini dagurinn á árinu þar sem þú krefst þess að gjörsamlega allt snúist um þig og því skaltu njóta þess frá A til Ö.

Þú færð ótrúlega spennandi gjöf frá einhverjum sem þú bjóst ekki við að fá gjöf, og á þessi glaðningur eftir að glæða líf þitt mikilli spennu og tilhlökkun. Jafnvel kynna þig fyrir einhverju nýju.

Þú finnur fyrir þreytu í vinnunni en það er mjög eðlilegt þegar að líður að sumarfríi. Haltu út og vittu til – þegar þú kemur aftur eftir sumarfrí verður þú endurnærður og til í hvað sem er.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 9, 35, 91

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Þú finnur fyrir einhverjum slappleika þessa vikuna. Raunar hefur þú fundið fyrir þessum slappleika um langa hríð en ekki veitt því sérstaka athygli. Núna ertu hins vegar orðinn það slappur að þú þarft að taka því rólega og jafnvel leita til læknis til að fullvissa þig um að þetta sé ekkert alvarlegt.

Svo er það blessuð pyngjan – hún er búin að léttast all svakalega í þessum mánuði og þú verður að passa fjárhaginn aðeins betur. Vissulega er þetta eitthvað sem þú veist fullvel, en samt nærðu ekki að hafa hemil á þér. Nú þarftu að opna augun fyrir þessum vanda þínum því þetta gæti endað með ósköpum ef þú passar þig ekki.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 1, 34, 62

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Þú ert búin að fá gott rými til að endurhugsa þinn tilgang í lífinu uppá síðkastið og þú ert búin að finna meiri ró í sálinni. Þetta er búnar að vera erfiðar vikur, sérstaklega vinnulega séð, en vittu til – sólin kemur upp að lokum og lýsir upp þína dimmu tilveru. Þú mátt ekki gefast upp, elsku meyja. Það er ekki þér líkt og þú átt alltaf eftir að sjá eftir því.

Annars er þetta heilt yfir rosalega spennandi vika. Þú ert boðin í fjöldan allan af boðum og þú verður að velja og hafna hvar þú vilt skemmta þér og með hverjum. Þvílíkt lúxusvandamál!

Þó það sé ofboðslega mikið að gera hjá þér þessa vikuna þá gefurðu þér samt tíma til að hreyfa þig, huga að andlegu heilsunni og fjölskyldunni. Þú ert í góðum málum – þó þér finnist það ekki alltaf.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 11, 38, 99

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Þessi vika verður öðruvísi en aðrar vikur hjá voginni. Það er meiri gleði, meiri léttleiki og meiri ákveðni. Þú hendir óörygginu út um gluggann og tekur á móti vikunni með bros á vör.

Enda verður þessi vika alveg einstaklega skemmtileg. Þú kynnist fullt af nýju fólki, en passaðu þig bara að gefa ekki of mikið færi á þér. Fólk nefnilega á það til að nýta sér góðmennsku þín og þannig fólk viltu ekki hafa í þínu lífi.

Um miðbik vikunnar færðu frábærar fréttir sem gleðja þitt stóra hjarta og gera vikuna enn betri. Í einkalífinu er líka mikið stuð. Einhleypar vogir njóta þess að vera einar, eiga stundargaman með góðu fólki og lofaðar vogir gætu ekki verið á betri stað, tilfinningalega séð.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 5, 64, 69

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn stendur á miklum krossgötum í lífinu. Einn daginn ertu glaður og hinn dapur. Einn daginn veistu nákvæmlega hvert þú stefnir á meðan hinn veistu ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga.

Þínir nánustu sjá að það er ekki allt með felldu og styðja þig fram í rauðan dauðann. Það kannt þú virkilega að meta. Það gefur þér einnig rými til að ákveða hvað þú vilt gera við líf þitt. Ertu sáttur með þá vinnu sem þú ert með í dag eða viltu breyta til? Finnst þér eitthvað vanta í samböndin þín eða ertu að fá það sem þú þarft? Er kannski kominn tími á að þú finnir þér áhugamál eða hreyfingu sem hjálpar þér að dreifa huganum?

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 7, 14, 26

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Jemundur minn – þvílík vika fyrir bogmenn. Ástin bankar svo sannarlega á dyr og þvílík lukku. Þú kynnist manneskju sem lætur þig bókstaflega kikna í hnjáliðunum. Þú hefur aldrei kynnst slíkri manneskju og þú trúir ekki heppni þinni. Mundu bara að vera skýr um hvað þú vilt svo það sé ekki verið að byggja samband upp á veikum grunni.

Mér sýnist sem svo að þú lendir í útistöðum við einhvern nákominn þér og það er aldrei skemmtilegt. Þá skiptir höfuðmáli að tala saman og binda enda á þetta rifrildi í eitt skipti fyrir öll. Þetta virðist nefnilega vera gamalt sár sem rifnar upp á nýjan leik. Plástur dugir ekki, heldur þarf að gefa sárinu tíma til að gróa með tilheyrandi sárabindum og rólegheitum.

Í vinnunni er hins vegar ofboðslega gaman hjá þér og þér er falin mikil ábyrgð sem þú höndlar með stæl.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 8, 13, 20

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Þú hefur áhyggjur af einhverju barna þinna, sem er svo sem ekkert óvanalegt þegar kemur að þér því þú vilt ávallt börnunum þínum allt hið besta. Þú færð á tilfinninguna að eitthvað ami að hjá einu af afkvæmunum þínum og þú vilt endilega reyna að laga það. Þú veist hins að þú getur ekki skipt þér alltof mikið af annarra manna vandamálum. Eina sem þú getur gert er að veita leiðsögn og sýna þinn stuðning í verki.

Svo er það blessuð vinnan. Þér líður vel í starfi en þér finnst samt eitthvað vanta. Ég mæli með því að þú hugsir þig vel um í sumarfríinu og vegir kosti og galla þess að halda áfram á sama stað eða kanna nýjar slóðir.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 17, 26, 94

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Það er óskaplega lítið að segja um þessa viku, elsku vatnsberi. Þér líður vel, það gengur vel í vinnunni og einkalífið blómstrar. Engar fréttir eru góðar fréttir, ekki satt?

Haltu þínu striki og mundu að vera trúr þér sjálfum. Þú ert búinn að ná gríðarlega góðum árangri á öllum vígstöðum undanfarið og kannski er kominn tími til að halla sér aftur, líta yfir farinn veg og vera pínu stoltur.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 28, 61, 74

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Ég sé mikla peninga í kortunum hjá þér, kæri fiskur. Þú hefur hugsað vel um fjárhaginn og það er að skila sér núna – akkúrat þegar þú þarft sem mest á því að halda að slappa af og leyfa þér aðeins meira en vanalega.

Hins vegar þarftu að huga aðeins meira að heilsunni. Það er kannski ekki gott að vera úti á stuttermabolnum langt fram eftir kvöldi því einhver leiðinda hálsbólga og slen er að plaga þig. Farðu vel með þig og klæddu þig eftir veðri – þó það reynist Íslendingum oft erfitt!

Um miðbik vikunnar færðu símtal með frekar leiðinlegum fréttum, sem snerta þig þó ekki beint. Þú veist ekki alveg hvað þú átt að gera við þessar fréttir, en stundum er best bara að segja ekkert og sýna frekar stuðning í verki.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 33, 41, 50

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.