fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 15. – 21. apríl

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Vikan byrjar fremur rólega en um leið og páskafríið byrjar er allt að gerast hjá hrútnum! Svei mér þá, ef einhleypir hrútar fara ekki á nokkur stefnumót í páskafríinu og mikil rómantík í gangi. Gaman að því!

Þú ert búinn að vera að passa mataræðið ofboðslega vel – jafnvel einum of vel, en nú skal ég segja þér: Láttu eitthvað gott eftir þér yfir páskana. Ekki vera stanslaust í fjötrum þessa nýja mataræðis og ekki fá samviskubit ef þú „stendur“ þig ekki 100%. Reglur eru til þess að brjóta þær og þú átt allt lífið til að japla á káli og gulrótum.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 14, 25, 30

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Nú styttist í afmæli og það veldur þér smá kvíða, nautið mitt. Einn hlutinn af þér öskrar á afmælisgleði með konfettísprengjum og brjálæði en hinn hlutinn vill bara taka því rólega, jafnvel fara bara til útlanda í kósí með einhverjum ástvin.

Það er eitthvað að angra þig í ástarsambandi og einhver afbrýðisemi gerir vart við sig. Það er ljót tilfinning, ein sú ljótasta og þú þarft að einbeita þér að því að losa þig við þessar tilfinningar – til dæmis með því að tala við maka þinn.

Í vinnunni þarftu að leggja aðeins harðar að þér ef þú vilt koma til greina í nýtt og spennandi starf sem þú hefur augastað á.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 3, 18, 30

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Maki þinn þarf mikið á þér að halda í þessari viku. Þér finnst hann kannski vera örvæntingarfullur og þurfandi en þetta er ákall á hjálp – hann vill finna fyrir ást þinni og þú verður að gefa honum meiri tíma – ekki bara grafa þig í vinnunni.

Í vinnunni er alltaf rosalega mikið að gera. Það er alltaf alveg brjálað að gera hjá þér – en er það jafn brjálað og þú lætur líta út fyrir? Ertu kannski bara að segja þetta til að láta alla halda að þú sért mikilvæg? Spáðu aðeins í þessu.

Góður vinur kemur þér á óvart seinnipart vikunnar og þú færð góðan tíma fyrir sjálfa þig til að spá í framtíðinni. Þú ert alltaf svolítið á báðum áttum, enda tvíburi, en þú ert orðin vön því.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 21, 35, 60

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þú færð ofboðslega veigamikið verkefni upp í hendurnar í byrjun vikunnar og þá reynir á leiðtogahæfileika þína. Þú átt eftir að koma sjálfum þér á óvart, elsku krabbi – þú ert nefnilega fæddur leiðtogi og nærð að hrífa fólk með þér í átt að sigri. Þú nefnilega lærir að enginn getur allt einn og lærir að treysta á samstarfsfólkið þitt. Það á eftir að koma þér langt.

Einhleypir krabbar eru óskaplega leitandi um þessar mundir. Þeir þrá ástina meira en allt og það er ekkert svakalega aðlaðandi ástand. Reyndu að finna ró og frið í þér sjálfum og vera sjálfum þér nóg. Þetta geturðu til dæmis gert með því að fara út að ganga, hugleiða, kíkja í sund eða lesa góða bók.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 3, 19, 57

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Það er góður vinur sem þarf mikið á þér að halda í vikunni. Þessi vinur verður fyrir áfalli og þú ert eina manneskjan sem getur huggað hann. Þetta á eftir að reyna mikið á þig en þú ert með breitt bak og hefur lent í þessu áður.

Ástarlífið er í blóma hjá lofuðum ljónum og þau ná að rækta sambandið sem aldrei fyrr. Þetta er auðvitað langhlaup, ekki spretthlaup – en maður verður að byrja einhvers staðar.

Þú ferð á nýjan stað í vikunni, þá ekkert endilega sem er mjög langt í burtu, og heillast algjörlega af einhverju eða einhverjum á þessum stað. Virkilega spennandi ferðalag, sem gæti í raun verið handan við hornið.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 8, 17, 59

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Meyja, meyja, meyja. Þú ert voðalega pirruð þessa dagana. Það gæti verið út af því að þú veist ekkert hvað þú vilt gera við lífið. Þú ert á krossgötum og ótrúlegasta fólk fer í taugarnar á þér. Ég held að þú þurfir einfaldlega að skoða atvinnuauglýsingar og hafa samband við fólkið í kringum þig með það að leiðarljósi að finna nýja vinnu.

Jii, svo er eitthvað sexí ferðalag í kortunum. Einhver rómantísk ferð með makanum, eða vonbiðli, sem á eftir að vera rosalega skemmtileg. Þetta er ekkert endilega utanlandsferð, en virkilega kærkomin hvíld frá hversdagsleikunum.

Þær meyjur sem eiga börn eiga eftir að láta páskafríið aðeins fara í taugarnar á sér – enda vilja þær stanslaust vera að gera eitthvað með börnunum og fá móral yfir því að gera ekki neitt. En stundum er nauðsynlegt að gera akkúrat ekki neitt.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 9, 19, 29

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Það er einhver manneskja í þínu lífi búin að fara í taugarnar á þér upp á síðkastið og þú finnur leiðina í þessari viku til að opna þig og tjá tilfinningar þínar. Það er ótrúlegt hvað margt leysist við það. Mundu bara að fara ekki í þessar samræður með árásargirni eða annarlegar ástæður að baki heldur með opnum hug og kærleik.

Um miðbik vikunnar áttu ótrúlega skemmtilegt kvöld sem lyftir andanum upp í hæstu hæðir. Ekki aðeins verður ótrúlega gaman heldur hittirðu einnig manneskju sem tekur vel í allar hugmyndirnar þínar og saman búið þið til eitthvað stórkostlegt. Þú þekkir þessa manneskju vel og þetta er upphafið af einhverju stórkostlegu.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 10, 56, 70

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það verða einhverjir árekstrar í vinnunni í lok vikunnar og sporðdrekinn þarf að taka á honum stóra sínum til að takast á við þetta ósætti, sem hefur verið að malla undanfarið. Þú þarft að fara í þennan árekstur með fullum hug og ekki láta vaða yfir þig. Bara alls ekki.

Svo eru rosalega skemmtilegir tímar um helgina – fullt af boðum og skemmtunum sem einkennast af svakalega miklu stuði.

Í stjörnunum sé ég líka hjón eða par sem á eftir að reynast þér afar vel á næstkomandi vikum. Þú kynnist þeim betur í þessari viku, en þetta er fólk sem þú kannast lítillega við. Þetta verða virkilega mikilvægar manneskjur þegar kemur að stóru ákvörðununum í þínu lífi á þessu ári.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 4, 37, 49

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Þú ert búinn að vera að draga þig í hlé í vinnunni eða skóla elsku bogmaður. Hættu því núna strax! Þú ert lykillinn að velgengninni og þú verður að vera á staðnum þegar að stórar ákvarðanir eru teknar. Þú verður að tala, opna þig um hugmyndir þínar og láta aðra framkvæma þær.

Svo þarftu líka að hvíla hugann. Þú þarft að finna þér einhverja hreyfingu eða hugleiðslu til að kúpla þig út úr heiminum og hlaða batteríin svo þú getir verið þessi velgengnislykill. Mundu það.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 6, 33, 58

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það eru miklar breytingar í vinnunni sem þér líst ekkert á. Það er búið að vera mjög stormasamur tími í vinnunni hjá þér síðustu mánuði og þessar nýju breytingar eru algjörlega afleitar að þínu mati. Kannski er þetta merki um að þú verðir að róa á önnur mið.

Þú ert að skipuleggja ótrúlega skemmtilega ferð sem þig hlakkar mikið til, en það er nægur tími til stefnu og þú getur skipulagt alla gleðina í ró og næði sem hentar þér afar vel.

Það er einhver fjölskyldumeðlimur í vanda og það veldur þér miklum kvíða. Þessi fjölskyldumeðlimur er þér mjög náinn og hann treystir á þig til að hjálpa sér. En þetta verkefni verður erfitt – jafnvel of erfitt fyrir sterku steingeitina.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 12, 27, 52

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Það er þröngt í búi hjá þér elsku vatnsberinn minn og þú þarft að passa vel öll útgjöld á heimilinu. En það er ljós í myrkrinu og þetta reddast á endanum. Búðu til lista yfir nauðsynjavörur og hættu öllum lúxus. Það er ekki það mikið eftir af mánuðinum þannig að þetta reddast allt saman. Hugsanlega væri líka sniðugt hjá þér að taka þátt í öllum þessum endalausu Facebook-leikjum. Ég held að þú gætir orðið heppinn, vatnsberi kær.

Þó fjárhagsvandi hvíli yfir þér má alveg láta sig dreyma. Þig langar í utanlandsferð í sumar en finnst öll von vera úti. Búðu til plan og sjáðu nákvæmlega hvað þú þarft að leggja mikið fyrir í hverjum mánuði til að geta farið til útlanda. Þetta gæti verið auðveldara en þú heldur.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 24, 57, 90

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Vá, ástarlífið er í þvílíkum blóma – sérstaklega hjá einhleypum fiskum. Draumamakinn er nú þegar í lífinu þínu – þú hefur bara ekki tekið eftir honum, fyrr en í þessari viku. Allt í einu skilurðu hvað öll væmnu ástarlögin eru um því þú getur ekki hætt að hugsa um þessa manneskju. En þú þarft líka að safna í þig kjark til að segja henni hvernig þér líður. Gangi þér vel!

Á miðvikudaginn verður svakalegt stuð og þú skemmtir þér betur en þú hefur gert í langan tíma. Þessi skemmtun tengist þó ekki draumamakanum heldur einhverju vinnutengdu, og það á eftir að koma sér mjög vel fyrir þig að mæta.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 31, 53, 82

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.