fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Bpro auglýsti í vikunni eftir hárfyrirsætum fyrir viðburðinn World Wide Hair Tour á vegum alþjóðlega fyrirtækisins Davines, sem framleiðir hárvörur af ýmsu tagi. Auglýsingin hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum, en í upprunalegu auglýsingunni var eingöngu leitað eftir kvenkyns fyrirsætum sem þurftu að vera hærri en 173 sentímetrar og passa í föt í stærð smalla, eða 34/36.

Hér má sjá skjáskot af upprunalegu auglýsingunni.

Þessar útlitskröfur hafa verið gagnrýndar harðlega í hópum á Facebook sem og á Twitter. Í hópnum Jákvæð líkamsímynd hafa til dæmis skapast heitar umræður um málið.

„Svo sárt að vita að enn þá eru gerðar kröfur á líkama stelpna/kvenna í „módel bransanum“. Hér að neðan er gefið þau skilaboð að allar stelpur/konur sem eru undir 173 [sentímetrar] á hæð og/eða ekki small, eru ekki færar í þetta starf! Ímyndið ykkur hversu sárt það er fyrir sumar ungar stúlkur sem hafa áhuga á því að sinna þessu starfi, en mega ekki út af líkamsgerð þeirra?!? Innilega vonast þess að þetta breytist einn daginn,“ skrifar konan sem vekur fyrst athygli á þessu í hópnum. Flestum blöskrar að þurfi að uppfylla svo strangar útlitskröfur til að sýna hárstíla.

„Enda vita allir að hár kvenna sem eru undir 173 og/eða í stærð stærri en 34 er ógreiðanlegt,“ skrifar ein. „Nei, ha? Vantar ekki hármódel? Hvað máli skiptir stærð og hæð?“

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir tjáir sig einnig um málið á Twitter og er ekki skemmt.

„Eðlilegar kröfur á módel fyrir hársýningar. Þarft ekki að vera með neitt sérstakt hár, bara vera mjó.“

Ekki í mínum höndum

Í auglýsingunni er tekið fram að það hárgreiðslufólk sem taki þátt í sýningunni sé allt hágæða fagmenn, þar á meðal Angelo Seminara, listrænn stjórnandi Davines. Hann hefur unnið fyrir sæg af tískumerkjum, svo sem Chanel, Valentino og Dolce & Gabbana. Áheyrnarprufur fyrir hársýninguna fara fram í Hárakademíunni sunnudaginn 24. mars næstkomandi, en DV bar þessa gagnrýni undir Baldur Rafn Gylfason, framkvæmdastjóra Bpro, umboðsaðila Davines á Íslandi. Það skal tekið fram að eftir að DV hafði fyrst samband við Bpro hefur auglýsingunni fyrir áheyrnarprufurnar verið breytt og útlitskröfur ekki teknar fram í núverandi mynd. Baldur Rafn vill ítreka að Bpro sé eingöngu umboðsaðili fyrir Davines á Íslandi og komi ekki nálægt sýningunni að öðru leit, nema með tengingum á landinu og aðstoð.

Baldur Rafn Gylfason.

„Sú gagnrýni á algjörlega rétt á sér og sú umræða, en staðreyndin er sú að það sem er verið að auglýsa og leita eftir þarna er bara partur af sýningunni og þeim módelum sem munu stíga á svið. Það koma líka módel erlendis frá, til dæmis frá Bretlandi,“ segir Baldur Rafn og bætir við að hann sé orðinn ónæmur fyrir fyrrnefndri gagnrýni.

„Ég er hugsanlega aðeins ónæmari fyrir þessu tali því ég hef sett upp sýningar og námskeið þar sem þarf módel í tíu til tólf ár. Öll þessi ár, eins og núna, hefur verið leita að einhverju sérstöku og það er mjög mismunandi hverju sinni.“

En kemur til greina að endurskoða þessar útlitskröfur?

„Það er ekki í mínum höndum heldur kemur erlendis frá. Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi sem er verið að leita að núna og tengist örugglega því að þau föt og aukahlutir sem verða notaðir eru búnir í framleiðslu fyrir þennan part af „showinu“ og koma oft frá stórum tískumerkjum utan úr heimi,“ segir Baldur Rafn. Hann fangar því að fólk sé jafn mismunandi og það er margt.

„Alveg eins og ég sagði fyrr þá á gagnrýni oftast rétt á sér að einhverju leiti og margt má endurskoða og oft orða öðruvísi. En við þekkjum og höfum oft farið í gegnum svona vangaveltur. Ég vil frekar segja að sem betur fer erum við ekki öll eins í útliti, hegðun, hæfileikum og lengi má upp telja, en þá væri bara ekkert gaman að þessu. Ég held að allir eigi að reyna að vera sáttir í sínu skinni og hugsa það sem kost frekar en galla að við séum ekki öll eins, það væri slæmt fyrir svona viðburði líka, þá væri erfitt að hafa þá mismunandi og fjölbreytta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.