fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Katrín Ósk: „BARA barnabækur? – Barnabækur eru með mest seldu bókum landsins, en samt fá þær hvergi pláss í umræðunni“

Amare
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi „Birgittu-umræðunnar“. Sem ég hef enga þörf að ræða. Heldur athugasemd sem birtist oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þeirri umræðu.
Bara Astrid Lindgren. Bara H.C. Andersen. Bara A.A. Milne.
Bara Kristín Helga. Bara Ævar Þór. Bara Gunnar Helga. Bara ég.

Þetta fólk skrifaði BARA barnabækur.

Ég hef margoft heyrt, og meira að segja margoft verið sek um, að segja orðið „Bara“ á undan orðinu „barnabækur“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann segja að Yrsu bækurnar séu BARA spennubækur, eða að Arnaldur Indriða skrifi BARA glæpasögur.

Barnabókmenntir eru verulega vanmetnar, og barnamenning yfir höfuð. Ég held að fólk átti sig ekki á raungildi vel skrifaðra barnabóka og nestið sem þær gefa börnunum inn í framtíðina.

Eins og Ævar Þór orðaði sjálfur í viðtali við RÚV árið 2016: „Þetta „bara“ er svo hættulegt, af því að í barnabókum erum við að setja svolítið tóninn og við erum að gefa hugmyndir og viðhorf sem geta haft svakaleg áhrif. Þess vegna skipta þessar bækur alveg jafn miklu máli eins og bækur fyrir fullorðna.“
Allar barnabækur hafa markmið eða boðskap. Hvort sem það er kennslugildi á við tölur, litli og form, að skapa sterkt og gott viðhorf barna til sín sjálfra eða annarra í kringum þau eða að glæða lífi í ímyndunarafl þeirra, sem oft er sagt að sé „kennt úr þeim“. Enginn vill líf án ímyndunarafls.

„Þótt að maður sé hættur að lesa barnabækur þá þýðir það ekki að þær séu hættar að skipta máli.“
Ég tel að ég sjálf væri töluvert önnur manneskja ef ég hefði ekki verið þess forréttinda njótandi að fá að alast upp með t.d. bókum Astridar Lindgren, um Línu Langsokk sem var sterkasta stelpa í heimi og virtist geta allt. Þarna var brotinn múr um kynin, að strákar væru alltaf sterkastir. Þetta er eitt af ótal mörgum dæmum, enda las ég mjög mikið sem barn.

Mömmugull, sem ég gaf út núna nýlega, kennir börnum á raunverulegan fjársjóð lífsins. Að veraldlegir hlutir, lífvana hlutir og það að eiga mest og best af öllu sé ekki það mikilvægasta, það sé ekki það sem fyllir líf okkar gleði og ást. Að fjölskylda og vinir, að elska og að vera elskaður, sé langtum betra en nokkuð annað. Þann boðskap finnst mér sjálfri mikilvægt að miðla áfram til yngstu barna, og gefa þeim það sem nesti í lífið, því við búum í gráðugum heimi, og á sérlega kappsömu landi. Lífsgæðakapphlaupið er mikið hér á Íslandi, og ef þú eða fjölskylda þín getur ekki keppt í „stóru deildinni“ þá hefur það áhrif á sálartetrið. Þess vegna vildi ég innramma þennan boðskap sem fyrst hjá börnum.

Gefum barnabókum, fyrir hvaða aldurstig sem er, kreditið sem þær eiga skilið. Það er heilmikil vinna og hugsun lögð í allt sem viðkemur fæðingu bóka. Textinn, myndirnar, uppsetningin, letrið. Sama hversu stuttar eða langar barnabækurnar eru, þær eru mikilvægar. Þær eru mótandi. Þær eru að byggja upp barnið.

Svo í lokin vil ég nefna að umfjöllun um barnabækur er langtum minni en umfjöllun um aðra bókaflokka. Þið neytendurnir getið glætt lífi í umtal barnabóka! Mælið með bókunum sem þið lesið fyrir eða með börnunum ykkar. Látið aðra vita hvaða bók fékk unglinginn til að stíga frá tölvunni. Barnabækur eru með mest seldu bókum landsins, en samt fá þær hvergi pláss í umræðunni. Eins fallegar og þær eru!

Færslan er skrifuð af Katrínu Ósk og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.