Sverðið táknar líðan þína. Þú tekur á vandamálum líðandi stundar með því að skera þau niður í hluta í huganum samanborið við sverðið. Myndræn líking kemur fram sem uppstokkun og áherslubreytingar einhverskonar.
Þú virðist skilja kjarnann frá hisminu með því að ýta þeim málum sem vekja hjá þér ónot burt og losar þig endanlega við þau með innri styrk þínum og vitsmunum.
Þú býrð greinilega yfir þeim eiginleika að hugsa skýrt um þessar mundir og á sama tíma fær um að taka skynsamar ákvarðanir þegar tilfinningar þínar eru annars vegar.
Sverð réttlætis á vel við um þessar mundir ef myndrænn skilningur á spili þessu er dreginn fram.