fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Fékk nýtt líffæri í desember en smitaðist af skelfilegum sjúkdómi í kjölfarið sem dró hann til dauða

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 08:30

Mynd úr safni. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúklingur Michigan í Bandaríkjunum sem gekkst undir líffæraígræðslu í desember síðastliðnum lést um mánuði síðar af völdum hundaæðis. Talið er öruggt að smitið hafi borist í viðkomandi með umræddu líffæri.

NBC News greinir frá þessu.

Frekari upplýsingar um einstaklinginn eða hvaða líffæri um ræðir koma ekki fram, en aðgerðin fór fram í Ohio. Vinna nú yfirvöld í Michigan og Ohio að rannsókn málsins.

Í sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að bráðabirgðarannsókn hafi leitt í ljós að sjúklingurinn hafi smitast í gegnum umrætt líffæri.

Innan við tíu manns deyja að jafnaði á ári hverju í Bandaríkjunum úr hundaæði, en yfirleitt smitast sjúkdómurinn í gegnum bit eða klór frá sýktri skepnu.

Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn ef brugðist er skjótt við, en eftir að einkenni koma fram er hann ólæknandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í Bandaríkjunum og er bent á það í frétt NBC News sð árið 2004 hafi þrír látist úr hundaæði eftir að hafa fengið líffæri frá sýktum einstaklingi. Og árið 2013 lést maður í Maryland eftir að hafa fengið nýra úr sýktum einstaklingi.

Sem fyrr segir er hundaæði mjög alvarleg vírussýking sem leggst á taugakerfið. Verði viðkomandi fyrir biti eða klóri eru fyrstu einkenni sjúkdómsins verkir og óþægindi við svæðið sem bitið eða klórað var í. Því næst er það óróleiki, þunglyndi og kvíðaköst. Síðan versnar ástandið og brýst út í ofvirkni, árásargirni, oföndun, aukinni munnvatnsframleiðslu og krömpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist