fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Eyjan

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ósáttur við þaulsætni Rósu í stjórnum og nefndum – „Algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur“

Eyjan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er allt annað en sáttur með þá fyrirætlun Rósu Guðbjartsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Hafnafjarðar, að sitja áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir landsþing sambandsins sem fer fram á fimmtudag. RÚV greindi frá fyrir stundu en í fréttinni tók Rósa fram að þessar fyrirætlanir gætu þó breyst á breyst á næstu vikum og mánuðum.

Rósa lét af störfum sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramót og tók þá við embætti sem formaður bæjarráðs. Fyrir það hafði hún náð kjöri á Alþingi sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Nokkra athygli hefur vakið hvað Rósa er þaulsætin í störfum sínum fyrir Hafnarfjarðarbæ í ljósi þingsetunnar en auk þess að vera formaður bæjarráðs þá situr hún sem aðalfulltrúi í Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins, aðalfulltrúi í Stefnuráði byggðasamlaga, varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og aðalmaður í Fulltrúaráði samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem allt eru launuð störf.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir setu Rósu í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag vera „algjöran hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest“.

„Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi. Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir,“ skrifar Guðmundur Ari.

Sakar hann svo Sjálfstæðismenn um hræsni í ljósi þess að þegar Bjarni Jónsson fulltrúi VG í stjórn Sambandsins hafi kjörinn á þing þá hafi  fulltrúar Sjálfstæðismanna hneykslast mikið á því að Bjarni sagði sig ekki strax úr sömu stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn