fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla

Eyjan
Föstudaginn 28. febrúar 2025 17:30

Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í auglýsingum og markaðssetningu gildir alltaf það sama. Við erum fólk að tala við fólk. Tæknin breytist og fjölmiðlar koma og fara en í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk. Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) segir auglýsingastofur harma brotthvarf Fréttablaðsins af fjölmiðlamarkaði. Anna Kristín er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Anna Kristin Kristjansdottir - 1
play-sharp-fill

Anna Kristin Kristjansdottir - 1

„Við breytumst bara með landslaginu og við vinnum við það að leita nýrra leiða til að nálgast okkar fólk, neytendur, þá sem við þurfum að tala við,“ segir Anna Kristín.

Manni finnst að fyrir ekkert allt of mörgum árum hafi verið svona þrír kanalar. Það voru blaðaauglýsingar, það voru útvarpsauglýsingar og það voru sjónvarpsauglýsingar. Umhverfið hér á landi hefur breyst kannski meira en víða annars staðar. Hér er aðeins eftir eitt dagblað – það eru tvö ár tæp frá því að Fréttablaðið hvarf af markaði. Það hefur væntanlega kallað á einhver viðbrögð frá ykkur.

„Við hörmum það. Auglýsingastofur og raunar allir þeir sem þurfa að koma skilaboðum á framfæri vilja hafa sem mest úrval miðla. Blöðin eru og hafa alltaf verið mjög mikilvægir miðlar fyrir okkur. Auðvitað hefur margsinnis verið sagt: Prentið deyr o.s.frv., og það kemur náttúrlega alltaf eitthvað í staðinn, eins og þetta, við sitjum hér og erum að tala saman í hlaðvarpi …“

Já, það verður væntanlega auglýsing á undan og eftir …

„Akkúrat, þannig að í rauninni birtingarmyndin breytist en við erum í grunninn alltaf fólk að tala við fólk. Við erum að finna leiðir til að hafa áhrif og hafa áhrif á hegðun og breyta hlutunum, hreyfa nálina. Við notum auðvitað það sem er í boði hverju sinni. Við myndum vilja að það væri meira úrval af miðlum, íslenskum miðlum, það er sannarlega hagur okkar allra, og við söknum þess.“

Anna Kristín ræðir net- og samfélagsmiðla og þá staðreynd að ekki er um íslenska samfélagsmiðla að ræða heldur einungis alþjóðlega. „Risarnir taka allt og hinir verða eftir, það er svolítið þannig. Markaðslögmálin gilda alltaf og við erum alltaf fólk að tala við fólk. Við erum að koma skilaboðum á framfæri fyrir hönd vörumerkja, fyrirtækja, stofnana, íþróttafélaga, góðgerðafélaga og hvernig sem við komum þeim á framfæri þá erum við auðvitað að nota það sem er virkt hverju sinni. Tæknibreytingar hafa verið á ógnarhraða, en í langan tíma. Auglýsingastofur voru að teikna lógóin hérna áður fyrr og þurftu að teikna skölunina upp fyrir prent og það er alveg ótrúlega stutt síðan.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture