fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Gylfi og Arnar hafa rætt saman

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 18:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson nýr leikmaður Víkings segist hafa átt samtöl við Arnar Gunnlaugsson, nýjan landsliðsþjálfara. Arnar mun í næsta mánuði velja sinn fyrsta landsliðshóp.

Íslands er á leið í leiki gegn Kosóvó í umspili Þjóðadeildarinnar og gera flestir ráð fyrir því að Gylfi verði í þeim hópi Arnars.

Frá unga aldri hefur Gylfi verið stoltur af því að vera í landsliðinu. „Frá því að ég var lítill hefur það verið þannig að maður vill spila fyrir landsliðið, sama hvort ég sé erlendis eða hér heima. Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Gylfi í samtali við 433.is.

Meira:
Gylfi Þór segir söguna frá sínu sjónarhorni í fyrsta sinn: Lét vita í byrjun febrúar að hann vildi fara – „Það eru ekki margir aðrir staðir í heiminum þar sem þetta kemur upp“

Gylfi og Arnar hafa rætt málin á undanförnum vikum. „Ég hef alveg rætt við Arnar en ekkert hvað varðar næsta glugga eða gluggan þar á eftir. Vonandi er ég heill og til staðar, þá getur hann valið mig eða ekki.“

„Við sjáum svo hvað gerist.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Hide picture