fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 20:17

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan níu í morgun var áhöfn Húnabjargarinnar, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, kölluð út eftir að skipstjóri fiskibáts sem var þá staddur utarlega í Húnaflóa hafði haft sambandvið stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað aðstoðar. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli.

Húnabjörgin lagði úr höfn á Skagaströnd skömmu fyrir klukkan 10. Á vettvangi var hæglætis veður og lítil hætta á ferðum. Sigling Húnabjargar, sem er eitt af eldri björgunarskipum félagsins, tók rétt um tvo tíma og um hádegisbil var búið að koma taug á milli og haldið í átt til Skagastrandar, eins og segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Dráttur gekk vel, þó hægt væri farið, en skipin sigldu til lands á um 6 til 7 sjómílna hraða.

Komið var til hafnar á Skagaströnd um fimmleytið eftir áfallalausa heimsiglingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“