fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Enn eitt höggið í maga Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæm tíðindi hafa borist úr herbúðum Arsenal, sem nú æfir í Dúbaí til að safna kröftum fyrir átökin á síðustu mánuðum tímabilsins á Englandi.

Daily Mail greinir frá því að Kai Havertz hafi meiðst á æfingu fyrr í vikunni. Kemur einnig fram að menn hafi töluverðar áhyggjur af meiðslunum. Bendir margt til þess að þau séu aftan á læri, sem gæti þýtt að Þjóðverjinn verði frá í einhvern tíma.

Arsenal er þegar með nokkra lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla. Má þar nefna Bukayo Saka, Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og Ben White.

Havertz gekk í raðir Arsenal í fyrra og hefur heilt yfir staðið sig vel í rauðu treyjunni. Á þessari leiktíð er hann með 15 mörk og 5 stoðsendingar í öllum keppnum.

Arsenal er í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar við Liverpool, sem er þó með 6 stiga forskot og á þar að auki leik til góða, gegn Everton annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn