fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Stefnuræða for­sætis­ráðherra

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. febrúar 2025 20:23

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Mynd: Skjáskot Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt fyrr í kvöld fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Ræðan átti upphaflega að fara fram miðvikudaginn 5. febrúar en var frestað vegna veðurs. 

Ríkisstjórnin kynnti þingmálaskrá sína fyrir viku, mánudaginn 3. febrúar og breytti því þeirri venju að ríkisstjórn birti þingmálaskrá að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra. Alls eru 114 mál á nýju þingmálaskránni.

Sjá einnig: Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Umræðum kvöldsins er skipt í tvær umferðir. Fyrst flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og hefur tólf mínútur til framsögu. Aðrir þingflokkar fá sex mínútur hver í fyrri umferð. Í seinni umferð fá þingflokkarnir sex mínútur hver.

Horfa má á stefnuræðuna hér.

Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni nýja ríkisstjórn ganga samstíga til verka og vinna samkvæmt nýju verklagi. Kristrún segir fulla einingu ríkja í ríkisstjórninni um öll þau mál sem birt eru í þingmálaskrá og skrána vera trúverðuga. Ekki sé verið að sóa tíma í mál sem ekki munu komast til framkvæmda.

Aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ætlað að ná stöðugleika í efnahagslífinu og lækka vexti. Stöðugleikaregla verður tekin upp, en samkvæmt henni verður ekki farið í ný útgjöld án hagræðingar eða aukinna tekna. Samkvæmt þingmálaskrá er stefnan meðal annars sett á lækkun vaxta, bráðaaðgerðir í húsnæðismálum, afmarkaðar aðgerðir í velferðarmálum, breytingar í sjávarútvegi og aðgerðir í þágu neytenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm