fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Harður dómur yfir Musk – „Endist í eitt ár“

Eyjan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 04:15

Elon Musk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt ár í mesta lagi. Ekki lengur en þetta mun Elon Musk „verða“ í innsta hring Donald Trump. Honum verður hent út áður en ár er liðið.

Þetta er mat Anthony Scaramucci, sem var í teymi Trump á fyrra kjörtímabili hans, um stöðu Elon Musk, sem er ríkasti maður heims, í teymi Trump. Scaramucci sagði þetta nýlega í hlaðvarpinu Power Play að sögn Newsweek.

„Elon Musk endist í eitt ár, þá verður honum kastað út. Hann á 400 milljarða dollara og Trump er svolítið hræddur við hann, svo hann mun endast lengur en aðrir,“ sagði Scaramucci sem ætti að vita hvað hann er að tala um.

Hann endist í 11 daga sem talsmaður Trump en þá var honum sparkað.

Hann sagði Musk sé nú þegar „orðinn utanveltu“ í starfsliði Trump þar sem hann á að stýra Dodge-deildinni sem á að sjá um hagræðingar í ríkisrekstri.

Vivek Ramaswamy, sem átti að vera í fararbroddi fyrir Dodge-deildina ásamt Musk, hefur dregið sig í hlé, að sögn vegna samstarfsörðugleika við Musk.

Scaramucci benti einnig á hagsmunaárekstra Musk vegna stöðu hans í innsta hring Trump:

„Hann á þrjú fyrirtæki, X, Tesla og SpaceX, hvað þýðir það? Á forstjórinn að hafa áhrif á pólitíska stefnu Hvíta hússins svo hún gagnist fyrirtækjunum hans? Er það, það sem er í gangi?“.

Scaramucci sér heldur ekki fyrir sér að Marco Rubio, utanríkisráðherra í stjórn Trump, endist lengur í stjórn Trump og spáir því að hann nái að hámarki einu ári. Ástæðan er að hans sögn að hugmyndafræði Rubio sé algjörlega gagnstæð hugmyndafræði Trump og að hann muni ekki geta tekið hugmyndir Trump og sæst við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?