fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Vonar að hann yfirgefi Liverpool í janúar – ,,Verður að spila fleiri mínútur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. janúar 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luciano Spalletti, landsliðsþjálfari Ítalíu, vonast til þess að vængmaðurinn Federico Chiesa sé á förum frá Liverpool í sumar.

Chiesa er líklega ekki að kveðja Liverpool í janúar jafnvel þó hann hafi spilað afskaplega takmarkað magn af mínútum á tímabilinu.

Chiesa hefur spilað 24 mínútur af venjulegum leiktíma í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og kom inná sem varamaður í 4-1 sigri á Ipswich í gær.

Fyrir það var leikmaður á mála hjá Juventus og á að baki 51 landsleiki fyrir Ítalíu og hefur oft reynst landi sínu mikilvægur.

,,Já ég myndi velja það að Chiesa sé leikmaður sem við getum fylgst með og koma honum aftur í liðið,“ sagði Spalletti.

,,Við verðum að fá hann til að spila fleiri mínútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur