Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur skotið á þá sem hafa gagnrýnt bakvörðinn Trent Alexander-Arnold undanfarna daga.
Trent átti alls ekki góðan leik nýlega er Liverpool lék við Manchester United í deildinni en þeirri viðureign lauk með 2-2 jafntefli.
Enski landsliðsmaðurinn skoraði svo frábært mark í gær í 4-0 sigri á Accrington í enska bikarnum og átti nokkuð góðan leik.
Slot telur að samningamál Trent hafi mikið með stöðuna að gera en hann verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað krota undir nýjan samning hingað til.
,,Ég gæti talað um þetta mark í marga klukkutíma, ótrúlegt. Allir leikmenn í heiminum, fyrir utan nokkra, hafa átt slæma leiki og það er eðlilegt,“ sagði Slot.
,,Um leið og Trent á slæman leik þá eru allir með sína skoðun á málinu. Kannski tengist það samningamálunum. Ef það væri ekki staðan þá hefði fólk mögulega ekki brugðist við á sama hátt.“