fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Blikar staðfesta komu Berglindar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 20:00

Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks á nýjan leik, en félagið staðfesti tíðindin í kvöld.

Berglind var samningslaus eftir að Valur nýtti sér heldur óvænt uppsagnarákvæði í samningi hennar eftir síðustu leiktíð. Hún gekk í raðir Vals eftir að hún kom heim úr atvinnumennsku á miðju tímabili.

Berglind þekkir vel til hjá Breiðabliki en hún er uppalin þar og raðaði inn mörkum fyrir félagið á árum áður. Hún hefur spilað fyrir lið á borð við AC Milan og Paris Saint-Germain erlendis.

Berglind, sem er 32 ára gömul, á að baki 72 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim hefur hún skorað 12 mörk.

Tilkynning Breiðabliks
Berglind Björg er komin heim.
Við byrjum árið 2025 á að segja ykkur þær frábæru fréttir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að
semja við Breiðablik. Hana þarf vart að kynna fyrir Blikum, hún á alls 224 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim leikjum 174 mörk.

Berglind spilaði sína fyrstu leiki fyrir Breiðablik árið 2007, hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og á að auki 72 A landsleiki og hefur skorað í þeim 12 mörk.

Berglind hefur spilað með liðum víða um Evrópu á síðustu árum, má þar nefna PDV, AC Milan, Le Havre og Hammarby.

Það er óhætt að segja að hringnum sé lokað, vertu velkomin heim í Kópavoginn Berglind Björg – Það eru spennandi tímar framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“
433Sport
Í gær

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Í gær

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“