fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

KSÍ eini umsækjandinn sem fékk synjun

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna.  Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 m.kr. vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019.

Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.

KSÍ sótti um styrk úr sjóðnum vegna afreksverkefna ársins 2025, en er eini umsækjandinn af 33 sem fékk synjun. Varðandi umsókn KSÍ í afrekssjóð kemur eftirfarandi fram á vef ÍSÍ:

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku.

Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins.

Nánar á vef ÍSÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“