fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

KSÍ eini umsækjandinn sem fékk synjun

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna.  Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 m.kr. vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019.

Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.

KSÍ sótti um styrk úr sjóðnum vegna afreksverkefna ársins 2025, en er eini umsækjandinn af 33 sem fékk synjun. Varðandi umsókn KSÍ í afrekssjóð kemur eftirfarandi fram á vef ÍSÍ:

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku.

Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins.

Nánar á vef ÍSÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“