fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi samstarf sitt við Ólaf Kristjánsson, sem mikið var í umræðunni í fyrra, í viðtali við Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Óskar, sem í dag er þjálfari KR, var þjálfari Blika og Ólafur yfirmaður knattspyrnumála. Ólafi var sagt upp á miðju tímabili 2023 og hvarf Óskar á braut um haustið.

Mikið fjölmiðlafár var í kringum Kópavoginn á þessum tíma og því haldið fram að Óskar og Ólafur hafi náð illa saman í starfi.

„Það snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman. Þetta snerist fyrst og fremst um það að ég upplifði að það vantaði nákvæma skilgreiningu á starfi yfirmanns knattspyrnumála. Mögulega vantaði Óla líka umboð til þess að klára hluti,“ sagði Óskar í Dr. Football.

Hann viðurkennir að hann og Ólafur hafi ekki alltaf verið sammála.

„Ég kann rosalega vel við Óla Kristjáns og ber mikla virðingu fyrir honum. Jú, jú, við erum báðir skapmenn og rifumst eins og gengur þegar menn eru með ástríðu en það risti aldrei djúpt.

Ég held að stærsti hlutinn af þessu sé að það er búin til staða sem er ekki nægilega vel skilgreind og tólin sem Óli fær í hendurnar voru bara ekki nægileg til að hann gæti sinnt þessu starfi almennilega,“ sagði Óskar enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Í gær

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“