fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Eyjan

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. desember 2024 09:11

Gísli Þorsteinsson, Ingveldur Gísladóttir og Björgvin Arnar Björgvinsson eru nýir forstöðumenn hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK. Ingveldur er forstöðumaður Búnaðarþjónustu, Björgvin Arnar forstöðumaður Innviðalausna og Gísli forstöðumaður Notendabúnaðar. Um er að ræða ný svið hjá OK en markmiðið með þessum breytingum er að skerpa á skipulagi fyrirtækisins og stórefla þjónustu til viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði, eins og kemur fram í tlkynningu.

Björgvin Arnar er með diplóma í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Björgvin kemur aftur til OK eftir tíu ára fjarveru en hann starfaði hjá Opnum kerfum sem tæknimaður og ráðgjafi á árunum 1999-2013. Þá stofnaði hann eigið ráðgjafafyrirtæki og vann síðan sem kerfisstjóri hjá RARIK.

Ingveldur hefur mikla reynslu á sviði upplýsingatækni. Hún var þjónustustjóri hjá Hátækni frá 2001 til 2013. Hún hóf störf hjá OK árið 2014 og var áður forstöðumaður verkstæðis- og ábyrgðarþjónustu.

Gísli er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, BA í sagnfræði og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands. Hann starfaði lengi vel sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var síðar upplýsingafulltrúi hjá Vodafone. Hann hefur einnig starfað sem markaðsstjóri hjá Matís og Origo.

„Við erum í mikilli sókn og það er spennandi að fá Ingveldi, Björgvin Arnar og Gísla til liðs við okkur á þessum mikilvæga tímapunkti. Þau búa yfir mikilli sérþekkingu og reynslu sem mun styrkja OK í þeirri vegferð að bæta þjónustu okkar og auka skilvirkni þannig að við getum veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu og stuðlað að áframhaldandi vexti OK. Við erum staðráðin í að efla fyrirtækið enn frekar og með sterku samstarfi og skýrum markmiðum erum við tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og tryggja áframhaldandi vöxt og árangur,segir Gunnar Zoéga, forstjóri OK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“