fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins segir ljóst að þeir flokkar sem nú eru í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar komi til með að þurfa að svíkja sína kjósendur ef af samstarfi á að verða.

„Inga Sæ­land, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Kristrún Frosta­dótt­ir sitja nú við það að festa stjórn­arsátt­mála á blað. Hverj­ar lykt­ir þeirr­ar vinnu verða fer fyrst og fremst eft­ir því hversu stór­an hluta lof­orða sinna þær eru til­bún­ar að standa ekki við því að ljóst er að sjón­ar­miðin eru afar ólík, ef marka má það sem sagt var fyr­ir kosn­ing­ar,“ segir höfundur staksteina í dag en ekki er loku fyrir það skotið að þar haldi ritstjórinn Davíð Oddsson á penna.

„Kjós­end­ur flokks Ingu Sæ­land mega gera ráð fyr­ir því að öllu daðri við ESB-aðild verði hafnað, enda voru yf­ir­lýs­ing­arn­ar um and­stöðuna við ESB jafn skýr­ar og hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni árið 2009, sem svo sveik kjós­end­ur sína hik­laust dag­inn eft­ir kosn­ing­ar með af­drifa­rík­um af­leiðing­um fyr­ir VG fjór­um árum síðar,“ segir hann og vísar til þess þegar þingflokkur VG fór úr fjórtán þingmönnum eftir kosningarnar 2009 í sjö þingmenn árið 2013.

„Kjós­end­ur Viðreisn­ar eigu kröfu um að flokk­ur­inn standi ekki að skatta­hækk­un­um. Þor­gerður Katrín talaði skýrt í þeim efn­um,“ segir staksteinahöfundur og bætir við að lokum:

„Nú virðast for­menn­irn­ir vera að setja upp leik­rit þar sem ný hagspá á að rétt­læta svik Viðreisn­ar um að skatt­ar verði ekki hækkaðir og sömu­leiðis svik flokks Ingu Sæ­land og Sam­fylk­ing­ar um að fé verði ekki dælt jafn frjáls­lega úr rík­is­sjóði og þess­ir flokk­ar lofuðu. Í töl­un­um er þó ekk­ert nýtt sem rétt­læt­ir svik glæ­nýrra lof­orða. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvers vegna vilja flokk­arn­ir fara þessa leið?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“