Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, baunaði á Timo Werner leikmann liðsins í gær.
Liðið mætti Rangers í Evrópudeildinni og var Werner einn af þeim reynslumeiri leikmönnum sem Postecoglou tefldi fram í leiknum.
Werner stóð sig hins vegar illa og var tekinn af velli í hálfleik í þessu 1-1 jafntefli.
„Hann var ekki nálægt því getustigi sem hann á að vera á. Þegar það eru 18 ára strákar að spila er þetta ekki ásættanlegt. Hann er reynslumikill þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou eftir leik.
„Við erum ekki með marga kosti eins og er og hans frammistaða var engan veginn ásættanleg.“
Werner er á láni hjá Tottenham frá RB Leipzig en hefur verið inn og út úr liðinu á leiktíðinni.