fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. desember 2024 16:00

Mynd: Víkingur R.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Björn Gunnarsson er endanlega genginn í raðir ÍBV frá Víkingi, þaðan sem hann hefur verið á láni í tvö ár.

Bjarki var hluti af liði Eyjamanna sem fór upp í efstu deild í sumar og er nú mættur þangað alfarið.

Tilkynning ÍBV
Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV en hann hefur verið á láni hjá félaginu síðustu tvö ár. Hann lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar.

Bjarki er uppalinn hjá Víkingi Reykjavík og skiptir til ÍBV þaðan en hann hefur leikið á láni síðustu fimm tímabil, fyrst hjá Haukum, síðan Þrótti Vogum, síðan Kórdrengjum og síðustu tvö ár hjá ÍBV, bæði í Bestu deildinni og Lengjudeildinni.

Bjarki er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig frábær liðsfélagi og hefur hann á tíma sínum hjá félaginu verið góður liðsstyrkur innan sem utan vallar. 

Það eru frábærar fréttir að Bjarki velji að taka sín næstu skref á knattspyrnuferlinum hjá ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning á dögunum. Knattspyrnuráð hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Bjarka og býður hann velkominn til ÍBV á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Æðsti maður í búri hjá Arsenal lofar því að taka veskið upp í sumar

Æðsti maður í búri hjá Arsenal lofar því að taka veskið upp í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Í gær

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir