Það gengur á ýmsu í sambandi Annie Kilner og Kyle Walker en Annie hefur formlega farið fram á skilnað en þrátt fyrir það sett aftur upp giftingarhringinn.
Annie sást um helgina með hringinn en samband þeirra hefur ítrekað verið í fréttum síðustu ár.
Kilner og Walker eiga fjögur börn saman en hún var ófrísk þegar hún sparkaði Walker út. Ástæðan var að Walker hafði barnað hjákonu sína í annað sinn.
Walker hefur fengið að koma heim aftur en Kilner vill skilnað.
Walker á tvö börn með Lauryn Goodman en eftir að fyrra barnið kom í heiminn slitu Walker og Kilner sambandinu um stutta stund.
Hún fyrirgaf Walker hliðarsporið og var það henni mikið áfall þegar í ljós kom að Walker hefði aftur farið af heimilinu til að girða niðrum sig.
Walker hefur ítrekað komist í fréttir fyrir heimskupör sín en hann bókaði fjöldan af gleðikonum heim til sín þegar COVID lokanir voru í gangi á Englandi.
Walker sem er fyrirliði Manchester City er sex barna faðir í dag, fjögur á hann með Kilner en þau eru gift en með Goodman á hann tvö börn.