fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Kjartan tók fyrir kjaftasögu Andra í beinni frá Hamraborginni – „Þetta er bull“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 20:30

Kjartan Henry og Andri Már voru saman í setti í Hamraborginni í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í þætti Dr. Football í dag þar sem Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, og Andri Már Eggertsson, oftast kallaður Nabblinn, voru í heimsókn.

Það var farið yfir félagaskiptafréttir í íslenska boltanum og í kjölfar umræðu um Benedikt Warén, sem Stjarnan var að kaupa af Vestra á vel yfir 10 milljónir króna, fleygði Andri Már fram kjaftasögu.

„Það eru sögur af því að Vestri ætli að nota peninginn sem þeir fá fyrir Benedikt Warén og gera tilboð í Finn Tómas (Pálmason) hjá KR. KR vill samt annan hafsent áður en þeir láta hann fara,“ sagði hann.

Kjartan Henry, sem er auðvitað goðsögn hjá KR og spilaði með miðverðinum í Vesturbænum, hafði enga trú á þessu.

„Þetta er bull. Finnur Tómas getur ekki búið fyrir vestan. Gleymdu því,“ sagði hann og viðstaddir skelltu upp úr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Í gær

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi