Brasilíumaðurinn Oscar hefur spilað sinn síðasta leik fyrir kínverska liðið Shanghai Port, en hann var í sjö ár hjá félaginu og þénaði ótrúlegar upphæðir á þeim tíma.
Oscar gekk óvænt í raðir Shanghai frá Chelsea fyrir 60 milljónir punda á besta aldri 2017 og spilaði hann alls 248 leiki í Kína og vann meistaratitilinn þrisvar. Þá skoraði kappinn 77 mörk og lagði upp 141.
Þegar allt er tekið saman þénaði Oscar 175 ríflega 30 milljarða íslenskra króna á tíma sínum í Kína.
Nú tekur nýr kafli við hjá Oscar en hann hefur verið sterklega orðaður við sitt fyrrum félag, Internacional í heimalandinu.