fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson, fyrrverandi forseti Alþingis, segir að Þórður Snæri Júlíusson sé réttkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar eftir kosningarnar um liðna helgi. Hann geti ekki afsalað sér þingmennsku fyrr en þingið hefur staðfest kjör hans á fyrsta þingfundi eftir að þing kemur saman.

Þetta segir Birgir í samtali við Morgunblaðið í dag en eins og kunnugt er tilkynnti Þórður Snær, fyrir kosningar, að hann myndi ekki taka sæti á þingi ef hann næði kjöri. Það gerðist eftir að gömul skrif hans undir dulnefni á bloggsíðu voru gerð opinber.

„Mér sýn­ist að Þórður Snær geti ekki af­salað sér þing­mennsku fyrr en eft­ir að kosn­ing hans hef­ur verið staðfest með at­kvæðagreiðslu á Alþingi á fyrsta þing­fundi, en þetta á sér ekki for­dæmi svo ég viti til,“ seg­ir Birg­ir við Morgunblaðið.

Hann segir að í málsmeðferðarreglum sé það þannig að yfirkjörstjórn kjördæmisins og landskjörstjórn geti ekki annað en skilað af sér þeim úrslitum kosninga sem réttastar eru.

„Ekki er hægt að taka til­lit til al­mennra yf­ir­lýs­inga held­ur eru það kosn­inga­úr­slit­in sem ráða og það ber að skila niður­stöðum í sam­ræmi við það,“ seg­ir Birg­ir við Morgunblaðið.

Bætir hann við að Þórður Snær geti skilað bréfi til forseta Alþingis þar sem hann segir af sér og varamaður hans tekur sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður, mun taka sæti Þórðar Snæs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla