fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Eyjan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 11:30

Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Um er að ræða hið minnsta þrjú ný hjúkrunarheimili sem til stendur að taki til starfa á næstu árum og verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Nýtt fyrirkomulag um húsnæðismál hjúkrunarheimila verður viðhaft í þessum verkefnum þar sem lagt er upp með að rekstraraðili hjúkrunarheimils komi að rýni á hönnun og útfærslu á innra fyrirkomulagi heimilisins, til að tryggja gæði og hagkvæmni væntanlegrar starfsemi. Að svo stöddu liggur ekki fyrir fjöldi rýma og nákvæm staðsetning heimilanna. Innkaupaferli um rekstur og þjónustu hvers hjúkrunarheimilis mun vinda fram í takti við framgang húsnæðismála í hverju tilfelli fyrir sig.

„Þetta er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að tryggja tímanlegt aðgengi að þjónustu hjúkrunarheimila í takt við þörf samfélagsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

„Það er mikill áhugi meðal helstu rekstaraðila sem koma að þessari þjónustu að taka að sér rekstur þessara rýma og efla þjónustuna þar með enn frekar. Þessi aðferð að auglýsa með góðum fyrirvara gefur okkur tækifæri að bæta undirbúninginn og tryggja að heimilin verði opnuð í samræmi við áætlanir,“ segir Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.

Sigurður segir jafnframt að þeir rekstraraðilar sem lýsa yfir áhuga á að taka þátt í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila samkvæmt auglýsingu verði boðið að taka þátt í valferli Sjúkratrygginga um rekstur hvers hjúkrunarheimilis fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu