Tottenham ætlar að áfrýja banninu sem enska sambandið dæmdi Rodrigo Bentancur í vegna rasískra ummæla. Hann var dæmdur í sjö leikja bann og sektaður um 17 milljónir króna fyrir rasisma.
Bentancur var ákærður fyrir rasísk ummæli um samherja sinn og fyrirliða Tottenham, Son Heung-Min.
Bentancur var í landsleik með Úrúgvæ þegar fréttamaður þar í landi spurði hann hvort hann gæti reddað honum treyju frá Son.
Bentancur svaraði því þannig að hann ætti frekar að fá treyju frá frænda Son. „Þeir eru allir eins,“ sagði Bentancur.
Hann vildi meina að allir frá Suður-Kóreu væru eins í útliti, hann baðst afsökunar skömmu síðar og Son fyrirgaf honum ummælin.